-
Dómsdagur Jehóva er nálægurVarðturninn – 2001 | 1. maí
-
-
17. Hve nálægur er dómsdagur Jehóva samkvæmt Sefanía 1:14-16?
17 Hve nálægur er dómsdagur Jehóva? Guð segir í Sefanía 1:14-16: „Hinn mikli dagur [Jehóva] er nálægur, hann er nálægur og hraðar sér mjög. Heyr! Dagur [Jehóva]! Beisklega kveinar þá kappinn. Sá dagur er dagur reiði, dagur neyðar og þrengingar, dagur eyðingar og umturnunar, dagur myrkurs og niðdimmu, dagur skýþykknis og skýsorta, dagur lúðra og herblásturs — gegn víggirtu borgunum og háu múrtindunum.“
-
-
Dómsdagur Jehóva er nálægurVarðturninn – 2001 | 1. maí
-
-
19, 20. (a) Hvernig fullnægði Guð reiðidómi sínum yfir Júda og Jerúsalem? (b) Hvaða spurningar vakna fyrst Guð ætlar að eyða sumum en þyrma öðrum?
19 Þegar Guð hellti úr skálum reiði sinnar var það „dagur neyðar og þrengingar“ fyrir Júda og Jerúsalem. Babýlonskir innrásarmenn ollu Júdabúum miklum þjáningum og þrengingum, dauða og eyðileggingu. Þessi „dagur eyðingar og umturnunar“ var dagur myrkurs, skýþykknis og skýsorta, kannski ekki aðeins í táknrænum skilningi heldur einnig bókstaflegum því að reykur og ummerki blóðbaðsins sáust alls staðar. Þetta var „dagur lúðra og herblásturs,“ en viðvaranirnar voru til einskis.
-