-
Jehóva hatar sviksemiVarðturninn – 2002 | 1. júlí
-
-
16, 17. Hvaða sviksemi sýndu sumir af sér?
16 Malakí minnist þessu næst á aðra sviksemi — að fara illa með maka sinn, einkum með því að skilja við hann á röngum forsendum. Fjórtánda vers í 2. kafla segir: „Drottinn var vottur að sáttmálsgjörðinni milli þín og konu æsku þinnar, er þú hefir nú brugðið trúnaði við, enda þótt hún væri förunautur þinn og eiginkona þín eftir gjörðu sáttmáli.“ Altari Jehóva var ‚hulið tárum‘ vegna þess að Gyðingar brugðu trúnaði við eiginkonur sínar. (Malakí 2:13) Þessir karlar fengu skilnað á ýmsum röngum forsendum og yfirgáfu eiginkonur æsku sinnar, sennilega til að kvænast yngri konum eða heiðnum. Og prestarnir voru svo spilltir að þeir leyfðu þetta. En Malakí 2:16 segir skýrt: „Ég hata hjónaskilnað — segir Drottinn, Ísraels Guð.“ Jesús benti á það síðar að siðleysi væri eina skilnaðarástæðan sem veitti saklausa makanum frelsi til að giftast á ný. — Matteus 19:9.
-
-
Jehóva hatar sviksemiVarðturninn – 2002 | 1. júlí
-
-
18. Hvernig eiga ráðleggingar Malakís um sviksemi við nú á dögum?
18 Þessar ráðleggingar eiga ekkert síður við núna. Það er sorglegt að sumir skuli virða að vettugi leiðbeiningar Guðs um að giftast aðeins í Drottni. Og það er líka dapurlegt að sumir skuli ekki leggja sig fram um að halda hjónabandinu sterku heldur finna sér tylliástæður fyrir breytni sem Guð hatar með því að skilja á óbiblíulegum forsendum til að giftast öðrum. Þannig ‚mæða‘ þeir Jehóva. Þeir sem hunsuðu lög hans á dögum Malakís voru jafnvel svo ósvífnir að telja afstöðu Jehóva óréttmæta. Þeir sögðu í reynd: „Hvar er sá Guð, sem dæmir?“ Þetta er rangsnúinn hugsunarháttur! Föllum ekki í þessa gildru. — Malakí 2:17.
-