-
Hann var trúr í prófraunumVarðturninn – 2010 | 1. júlí
-
-
Trúr þegar hann var leiðréttur
Ekki löngu eftir þennan erilsama tíma fór Jesús í langferð norður á bóginn og tók postulana og suma af lærisveinunum með sér. Snækrýndur tindur Hermonfjalls er nyrst í fyrirheitna landinu. Stundum er hægt að sjá hann alla leið frá fagurbláu Galíleuvatninu. Leið hópsins lá upp á við að þorpum sem voru nálægt Sesareu Filippí.c Fjallið virtist hækka eftir því sem hópurinn nálgaðist það. Við þessar fögru aðstæður, með útsýn yfir fyrirheitna landið til suðurs, spurði Jesús lærisveinana mikilvægrar spurningar.
„Hvern segir fólkið mig vera?“ spurði Jesús. Við getum rétt ímyndað okkur að Pétur hafi litið í athugul augu Jesú og skynjað eins og oft áður góðvild meistara síns og skarpar gáfur. Jesús hafði áhuga á því að vita hvaða ályktun áheyrendur hans drægju af því sem þeir höfðu séð og heyrt. Lærisveinar Jesú svöruðu spurningunni með því að endurtaka sumar af algengum ranghugmyndum um hver hann væri. En Jesús vildi vita meira. Gerðu nánustu fylgjendur hans sömu mistök og aðrir? „En þið, hvern segið þið mig vera?“ spurði hann. — Lúkas 9:18-22.
-
-
Hann var trúr í prófraunumVarðturninn – 2010 | 1. júlí
-
-
c Frá ströndum Galíleuvatns ferðaðist hópurinn 48 kílómetra leið um svæði sem skartar mikilli náttúrufegurð. Hópurinn hóf ferðina í 210 metrum undir sjávarmáli og endaði hana í 350 metra hæð yfir sjávarmáli.
-