-
Þú getur unnið bróður þinnVarðturninn – 1999 | 1. desember
-
-
Hjálp þroskaðra manna
12, 13. (a) Hvaða annað skref talaði Jesús um í sambandi við yfirsjónir annarra? (b) Hvaða varnaðarorð eru gefin í sambandi við þetta skref?
12 Ef þú hefðir gert þig sekan um alvarlega synd myndirðu tæpast vilja að aðrir væru fljótir að gefast upp á þér. Jesús benti því á að þú ættir ekki að gefast upp á að reyna að vinna bróður þinn eftir að hafa stigið fyrsta skrefið, heldur reyna áfram að fá hann til að vera sameinaður þér og öðrum í að tilbiðja Guð á velþóknanlegan hátt. Hann lýsti næsta skrefi þannig: „Láti hann sér ekki segjast, skaltu taka með þér einn eða tvo, að ‚hvert orð sé staðfest með framburði tveggja eða þriggja vitna.‘“
13 ‚Taktu með þér einn eða tvo,‘ sagði Jesús. Hann sagði ekki að þú mættir ræða vandann við marga aðra eftir að hafa stigið fyrsta skrefið, hafa samband við farandhirðinn eða ræða málið bréflega við bræður. Þótt þú sért sannfærður um að bróðir þinn hafi syndgað er það ekki endanlega staðfest. Ekki viltu útbreiða rangar upplýsingar sem gætu reynst vera rógur þegar allt kemur til alls. (Orðskviðirnir 16:28; 18:8) En Jesús sagði þó að það ætti að taka með einn eða tvo. Til hvers? Og hverja væri hægt að taka með sér?
14. Hverja mætti taka með þegar annað skrefið er stigið?
14 Þú ert að reyna að vinna bróður þinn með því að sýna honum fram á að hann hafi syndgað. Þú vilt fá hann til að iðrast svo að hann geti átt frið við þig og Guð. Það væri kjörið ef þessir ‚einn eða tveir‘ væru vottar að hinu ranga verki. Kannski voru þeir viðstaddir þegar það átti sér stað eða hafa öruggar upplýsingar um hvað gerst hafi (eða ekki gerst) í viðskiptum. Ef engin slík vitni eru til gætirðu tekið með þér einhverja sem hafa reynslu á því sviði sem málið snýst um og geta ákvarðað hvort synd var raunverulega framin. Og sé þörf á því síðar meir geta þeir vottað hvað sagt hafi verið og staðfest hvaða staðreyndir komu fram og hvað reynt var að gera. (4. Mósebók 35:30; 5. Mósebók 17:6) Þeir eru ekki hlutlausir áhorfendur eða úrskurðarmenn heldur eru þeir viðstaddir til að reyna að vinna bróður þinn og sinn.
15. Af hverju geta kristnir öldungar reynst hjálplegir ef við þurfum að stíga annað skrefið?
15 Þeir sem þú tekur með þér þurfa ekki að vera öldungar í söfnuðinum. Þroskaðir menn, sem eru öldungar, geta samt sem áður lagt mikið af mörkum sökum andlegra hæfileika sinna. Slíkir öldungar eru „sem hlé fyrir vindi og skjól fyrir skúrum, sem vatnslækir í öræfum, sem skuggi af stórum hamri í vatnslausu landi.“ (Jesaja 32:1, 2) Þeir hafa reynslu í því að rökræða við bræður og systur og leiðrétta þau. Og hinn brotlegi hefur fulla ástæðu til að treysta þeim sem eru „gjafir í mönnum.“c (Efesusbréfið 4:8, 11, 12, NW) Að ræða málið í viðurvist þessara þroskuðu manna og heyra bænir þeirra getur bætt andrúmsloftið og leyst úr máli sem virtist óleysanlegt. — Samanber Jakobsbréfið 5:14, 15.
-
-
Þú getur unnið bróður þinnVarðturninn – 1999 | 1. desember
-
-
c Biblíufræðingur segir: „Hin brotlegi tekur stundum meira mark á tveim eða þrem (einkum mönnum sem hann virðir) en einum, sérstaklega ef þessi eini er sá sem hann hefur deilt við.“
-