-
Verkamenn í víngarðinumMesta mikilmenni sem lifað hefur
-
-
„MARGIR hinir fyrstu munu verða síðastir og hinir síðustu fyrstir,“ sagði Jesús. Nú lýsir hann þessu nánar með dæmisögu. „Líkt er um himnaríki og húsbónda einn, sem gekk út árla morguns að ráða verkamenn í víngarð sinn,“ segir hann.
-
-
Verkamenn í víngarðinumMesta mikilmenni sem lifað hefur
-
-
Húsbóndinn, eigandi víngarðsins, er Jehóva Guð og víngarðurinn er Ísraelsþjóðin. Verkamennirnir í víngarðinum eru menn undir lagasáttmálanum, einkum þeir Gyðingar sem eru uppi á dögum postulanna. Húsbóndinn semur um laun aðeins við þá verkamenn sem vinna heilan vinnudag. Daglaunin eru einn denar. „Dagmál“ eru klukkan níu að morgni, svo að þeir sem kallaðir eru um dagmál, hádegi, nón og síðdegi vinna aðeins níu, sex, þrjár og eina klukkustund.
-