-
Dæmisögur um víngarðinn afhjúpa þáMesta mikilmenni sem lifað hefur
-
-
Því næst sýnir hann fram á að trúarleiðtogarnir hafi ekki aðeins vanrækt að þjóna Guði heldur séu þeir bæði illir og óguðlegir. Hann segir: „Landeigandi nokkur plantaði víngarð. Hann hlóð garð um hann, gróf fyrir vínþröng og reisti turn, seldi hann síðan vínyrkjum á leigu og fór úr landi. Þegar ávaxtatíminn nálgaðist, sendi hann þjóna sína til vínyrkjanna að fá ávöxt sinn. En vínyrkjarnir tóku þjóna hans, börðu einn, drápu annan og grýttu hinn þriðja. Aftur sendi hann aðra þjóna, fleiri en þá fyrri, og eins fóru þeir með þá.“
‚Þjónarnir‘ eru spámennirnir sem ‚landeigandinn,‘ Jehóva Guð, sendi til „vínyrkjanna“ í ‚víngarði‘ sínum. Þessir vínyrkjar eru fulltrúar og leiðtogar Ísraelsþjóðarinnar sem Biblían kallar „víngarð“ Guðs.
-
-
Dæmisögur um víngarðinn afhjúpa þáMesta mikilmenni sem lifað hefur
-
-
Trúarleiðtogarnir eru þannig óafvitandi búnir að dæma sjálfa sig því að þeir teljast til „vínyrkjanna“ í ‚víngarði‘ Jehóva sem var Ísraelsþjóðin. Ávöxturinn, sem Jehóva ætlast til af þessum vínyrkjum, er trú á son hans, hinn sanna Messías. En þeir bera ekki slíkan ávöxt svo að Jesús varar þá við: „Hafið þér aldrei lesið í ritningunum [í Sálmi 118:22, 23]: Sá steinn, sem smiðirnir höfnuðu, er orðinn hyrningarsteinn. Þetta er verk [Jehóva], og undursamlegt er það í augum vorum. Þess vegna segi ég yður: Guðs ríki verður frá yður tekið og gefið þeirri þjóð, sem ber ávexti þess. Sá sem fellur á þennan stein, mun sundur molast, og þann sem hann fellur á, mun hann sundur merja.“
-