-
Hvernig mun þér reiða af frammi fyrir dómstólnum?Varðturninn – 1996 | 1. febrúar
-
-
20, 21. Hvað spurðu postular Jesú um sem tengist okkar tímum og hvaða spurningu vekur það?
20 Postularnir spurðu Jesú skömmu fyrir dauða hans: „Hvenær verður þetta? Og hvert mun tákn komu þinnar og endaloka veraldar?“ (Matteus 24:3) Jesús sagði fyrir þýðingarmikla þróun mála á jörðinni áður en ‚endirinn kæmi.‘ Skömmu fyrir þennan endi myndu þjóðirnar „sjá Mannssoninn koma á skýjum himins með mætti og mikilli dýrð.“ — Matteus 24:14, 29, 30.
21 En hvernig mun mönnum af þessum þjóðum farnast þegar Mannssonurinn kemur í dýrð sinni? Við skulum kanna það út frá dæmisögunni um sauðina og hafrana sem hefst með orðunum: „Þegar Mannssonurinn kemur í dýrð sinni og allir englar með honum, þá mun hann sitja í dýrðarhásæti sínu. Allar þjóðir munu safnast frammi fyrir honum.“ — Matteus 25:31, 32.
22, 23. Hvað bendir til að dæmisagan um sauðina og hafrana hafi ekki byrjað að uppfyllast árið 1914?
22 Tók þessi dæmisaga að rætast þegar Jesús settist í hásæti sem konungur árið 1914, eins og við höfum lengi álitið? Nú, Matteus 25:34 talar um hann sem konung, þannig að rökrétt er að dæmisagan eigi við frá því að Jesús varð konungur árið 1914. En hvað dæmdi hann eftir það? Ekki „allar þjóðir“ heldur beindi hann athyglinni að þeim sem sögðust mynda ‚hús Guðs.‘ (1. Pétursbréf 4:17) Í samræmi við Malakí 3:1-3 kom Jesús sem sendiboði Jehóva til að rannsaka og dæma smurða kristna menn sem eftir voru á jörðinni. Hann felldi þá líka dóm yfir kristna heiminum sem sagðist ranglega vera ‚hús Guðs.‘c (Opinberunarbókin 17:1, 2; 18:4-8) En ekkert bendir til að Jesús hafi á þeim tíma, og reyndar ekki heldur síðar, sest niður til að dæma allar þjóðir annaðhvort sauði eða hafra.
23 Ef við brjótum til mergjar störf Jesú í dæmisögunni sjáum við hann að lokum fella dóm yfir öllum þjóðum. Ekki verður ráðið af dæmisögunni að slíkur dómur standi yfir um margra ára skeið, rétt eins og hver einasti maður, sem hefur dáið á undanförnum áratugum, hafi verið dæmdur verðugur eilífs dauða eða eilífs lífs. Svo er að sjá sem flestir, er dóu á síðustu áratugum, hafi farið í sameiginlega gröf mannkynsins. (Opinberunarbókin 6:8; 20:13) En dæmisagan dregur upp mynd af þeim tíma er Jesús dæmir menn af ‚öllum þjóðum,‘ sem eru á lífi þá og eiga yfir höfði sér að dómi hans verði fullnægt.
24. Hvenær uppfyllist dæmisagan um sauðina og hafrana?
24 Með öðrum orðum vísar dæmisagan til framtíðarinnar er Mannssonurinn kemur í dýrð sinni. Hann sest niður til að dæma þálifandi menn. Dómur hans byggist á því hvers konar menn þeir hafa sýnt sig vera. Þá verður ‚mismunurinn, sem er á milli réttláts manns og óguðlegs,‘ orðinn auðsær. (Malakí 3:18) Dómurinn sjálfur verður kveðinn upp og honum fullnægt á tiltölulega skömmum tíma. Jesús fellir réttlátan dóm byggðan á því sem liggur fyrir um hvern mann. — Sjá einnig 2. Korintubréf 5:10.
25. Hverju er Matteus 25:31 að lýsa þegar sagt er að Mannssonurinn setjist í dýrðarhásæti sitt?
25 Þegar Matteus 25:31 segir að Jesús hafi ‚sest í dýrðarhásæti sitt‘ til að dæma, er þá átt við einhvern ákveðinn, ókominn tíma er þessi voldugi konungur sest niður til að fella dóm yfir þjóðunum og fullnægja honum? Já, dómsvettvangurinn, sem lýst er í Matteusi 25:31-33, 46, er sambærilegur við lýsinguna í Daníel 7. kafla þar sem konungurinn, hinn aldraði, settist niður til að gegna hlutverki sínu sem dómari.
26. Hvaða nýja skýringu sjáum við á dæmisögunni?
26 Þessi skilningur á dæmisögunni um sauðina og hafrana er þá sá að dómurinn yfir þeim verði felldur síðar. Það á sér stað eftir að ‚þrengingin,‘ sem nefnd er í Matteusi 24:29, 30, skellur á og Mannssonurinn ‚kemur í dýrð sinni.‘ (Samanber Markús 13:24-26.) Þegar endalokin blasa við hinu illa heimskerfi í heild, þá réttar Jesús, fellir dóm og fullnægir honum. — Jóhannes 5:30; 2. Þessaloníkubréf 1:7-10.
-
-
Hvaða framtíð bíður sauðanna og hafranna?Varðturninn – 1996 | 1. febrúar
-
-
3. Hvað sagði Jesús fyrr í ræðu sinni að myndi gerast strax eftir að þrengingin mikla hæfist?
3 Jesús spáði eftirtektarverðri atburðarás „þegar eftir“ að mikil þrenging hæfist, atburðarás sem við bíðum óþreyjufull eftir. Hann sagði að þá myndi „tákn Mannssonarins“ birtast. Það mun hafa veruleg áhrif á „allar kynkvíslir jarðarinnar“ sem „sjá Mannssoninn koma á skýjum himins með mætti og mikilli dýrð.“ Mannssonurinn mun hafa „engla sína“ með í för. (Matteus 24:21, 29-31)a Hvað um dæmisöguna um sauðina og hafrana? Í nútímabiblíum er hún í 25. kafla, en hún er hluti af svari Jesú og gefur nánari upplýsingar um komu hans í dýrð og beinir athyglinni að því er hann dæmir „allar þjóðir.“ — Matteus 25:32.
Persónur dæmisögunnar
4. Hvað er sagt um Jesú í upphafi dæmisögunnar um sauðina og hafrana, og hverjir aðrir koma við sögu?
4 Jesús byrjar dæmisöguna með orðunum: „Þegar Mannssonurinn kemur.“ Þú veist trúlega hver „Mannssonurinn“ er. Guðspjallamennirnir kölluðu Jesú oft þessu nafni. Jesús gerði það jafnvel sjálfur og hafði þá eflaust í huga sýn Daníels af ‚einhverjum sem mannssyni líktist‘ er gekk fyrir hinn aldraða til að fá „vald, heiður og ríki.“ (Daníel 7:13, 14; Matteus 26:63, 64; Markús 14:61, 62) Þótt Jesús sé aðalpersóna dæmisögunnar er hann ekki einn. Fyrr í ræðu sinni sagði hann, eins og fram kemur í Matteusi 24:30, 31, að þegar Mannssonurinn ‚kæmi með mætti og mikilli dýrð‘ myndu englar hans gegna mikilvægu hlutverki. Dæmisagan um sauðina og hafrana sýnir englana einnig með Jesú er hann ‚sest í dýrðarhásæti sitt‘ til að dæma. (Samanber Matteus 16:27.) En dómarinn og englar hans eru á himnum. Er þá líka rætt um menn í dæmisögunni?
-
-
Hvaða framtíð bíður sauðanna og hafranna?Varðturninn – 1996 | 1. febrúar
-
-
TÖKUM EFTIR HLIÐSTÆÐUNUM
Matteus 24:29-31 Matteus 25:31-33
Mannssonurinn kemur eftir Mannssonurinn kemur að þrengingin mikla hefst
Kemur með mikilli dýrð Kemur í dýrð og sest í dýrðarhásæti sitt
-
-
Hvaða framtíð bíður sauðanna og hafranna?Varðturninn – 1996 | 1. febrúar
-
-
Allar kynkvíslir jarðar sjá hann Öllum þjóðum safnað saman; hafrarnir dæmdir endanlega (þrengingin mikla endar)
-