-
Hverjir voru „vitringarnir þrír“? Fylgdu þeir „Betlehemsstjörnunni“?Biblíuspurningar og svör
-
-
Hverjir voru „vitringarnir þrír“? Fylgdu þeir „Betlehemsstjörnunni“?
Svar Biblíunnar
Í kringum jólin tala margir um „vitringana þrjá“ eða „konungana þrjá“ sem fóru til að sjá Jesú eftir að hann fæddist. En Biblían lýsir þessum mönnum ekki þannig. (Matteus 2:1) Guðspjallaritarinn Matteus notaði öllu heldur gríska orðið ma’goi þegar hann talaði um þá sem heimsóttu Jesú. Orðið vísar líklega til stjörnuspekinga og annarra dulspekinga.a Nokkrar biblíuþýðingar kalla þá „stjörnuspekinga“.b
-
-
Hverjir voru „vitringarnir þrír“? Fylgdu þeir „Betlehemsstjörnunni“?Biblíuspurningar og svör
-
-
Hvað voru „vitringarnir“ margir?
Biblían segir ekki til um það og ýmsar mismunandi hugmyndir eru um það. Samkvæmt Encyclopedia Britannica „er kenningin í Austurlöndum sú að vitringarnir hafi verið 12 en í Vesturlöndum eru þeir sagðir hafa verið þrír, eflaust vegna gjafanna þriggja úr ,gulli, reykelsi og myrru‘ (Matteus 2:11) sem barnið fékk“.
Voru „vitringarnir“ konungar?
Þeir eru aldrei kallaðir konungar í Biblíunni þó að oft sé dregin upp sú mynd af þeim á jólunum. Í Encyclopedia Britannica segir að öldum eftir fæðingu Jesú hafi fólk farið að bæta upplýsingum við söguna af fæðingu hans og að margir hafi þá sagt að þeir sem heimsóttu hann hafi verið konungar.
Hvað hétu „vitringarnir“?
Í Biblíunni er ekki sagt frá því hvað stjörnuspekingarnir hétu. Í The International Standard Bible Encyclopedia segir að til séu þjóðsögur sem kalla þá Kaspar, Melkíor og Baltasar.
-
-
Hverjir voru „vitringarnir þrír“? Fylgdu þeir „Betlehemsstjörnunni“?Biblíuspurningar og svör
-
-
a Heródótos, grískur sagnfræðingur frá 5. öld f.Kr., sagði að ma’goi á hans dögum hafi tilheyrt ættbálki Meda (Persa) sem sérhæfði sig í stjörnuspeki og ráðningu drauma.
b Sjá Nýheimsþýðingu Biblíunnar og The New English Bible. Íslensku biblíurnar frá 2010 og 1981 tala um ,vitringa‘ en þær segja ekki að þeir hafi verið þrír.
-