-
Treystum á Jehóva þegar erfiðleikar steðja aðVarðturninn – 2003 | 1. október
-
-
7, 8. (a) Hvernig kemur fram í orðum Jesú að hann vissi að ófullkomnum mönnum hættir til að gera sér óþarfar áhyggjur af efnislegum hlutum? (Sjá einnig neðanmáls.) (b) Hvernig er hægt að forðast óþarfar áhyggjur samkvæmt því sem Jesús ráðlagði?
7 Jesús ráðlagði í fjallræðunni: „Verið ekki áhyggjufullir um líf yðar, hvað þér eigið að eta eða drekka, né heldur um líkama yðar, hverju þér eigið að klæðast.“ (Matteus 6:25) Jesús vissi að ófullkomnir menn láta sér eðlilega annt um að afla sér lífsnauðsynja. En hvernig getum við hætt að hafa áhyggjur af því? Jesús sagði: ‚Leitið fyrst ríkis Guðs.‘ Við verðum að láta tilbeiðsluna á Jehóva ganga fyrir öðru í lífinu, óháð þeim vandamálum sem verða á vegi okkar. Ef við gerum það ‚veitast okkur að auki‘ allar daglegar nauðsynjar. Faðirinn á himnum sér til þess á einn eða annan hátt að við höfum það sem við þurfum. — Matteus 6:33.
-
-
Treystum á Jehóva þegar erfiðleikar steðja aðVarðturninn – 2003 | 1. október
-
-
b Tillögurnar átta eru þessar: (1) Láttu ekki ótta ná tökum á þér, (2) vertu jákvæður, (3) vertu opinn fyrir annars konar vinnu, (4) lifðu í samræmi við fjárráð þín, ekki fjárráð annarra, (5) farðu varlega í að kaupa með afborgunum, (6) haltu fjölskyldunni samhuga, (7) varðveittu sjálfsvirðinguna og (8) gerðu fjárhagsáætlun.
-