-
Verið gerendur orðsins, ekki aðeins heyrendurVarðturninn – 1991 | 1. júní
-
-
3. Hvað kennir Jesús okkur í fjallræðunni um bænir?
3 Er Jesús hélt áfram fjallræðu sinni komu fram fleiri heilræði sem kristnir menn verða að kappkosta að lifa eftir. Hér kemur eitt sem virðist einfalt en fordæmir einhverja þrálífustu tilhneigingu okkar: „Dæmið ekki, svo að þér verðið ekki dæmdir. Því að með þeim dómi, sem þér dæmið, munuð þér dæmdir, og með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða. Hví sér þú flısina í auga bróður þíns, en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu? Eða hvernig fær þú sagt við bróður þinn: ‚Lát mig draga flísina úr auga þér?‘ Og þó er bjálki í auga sjálfs þín. Hræsnari, drag fyrst bjálkann úr auga þér, og þá sérðu glöggt til að draga flísina úr auga bróður þíns.“ — Matteus 7:1-5.
-
-
Verið gerendur orðsins, ekki aðeins heyrendurVarðturninn – 1991 | 1. júní
-
-
5. Hvers vegna er miklu auðveldara að sjá galla annarra en okkar eigin?
5 Hinar munnlegu erfðavenjur komu faríseunum á fyrstu öld yfirleitt til að dæma aðra harðneskjulega. Sérhver fylgjandi Jesú, sem hafði tamið sér slíkt, átti að hætta því. Það er miklu auðveldara að sjá flísina í auga annars en bjálkann í sínu eigin — og miklu þægilegra fyrir sjálfsálitið! Eins og maður sagði: „Ég hef yndi af að gagnrýna aðra vegna þess að þá líður mér svo vel!“ Ef við höfum fyrir sið að gagnrýna aðra finnst okkur kannski sem við séum prýddir dyggðum er vegi upp á móti göllum okkar sem við viljum fela. En ef leiðrétting er nauðsynleg ætti að veita hana mildilega. Sá sem leiðréttir ætti ávallt að vera sér meðvitandi um eigin ófullkomleika. — Galatabréfið 6:1.
-
-
Verið gerendur orðsins, ekki aðeins heyrendurVarðturninn – 1991 | 1. júní
-
-
6. Á hvaða grundvelli ættum við að dæma, þegar það er nauðsynlegt, og hvar ættum við að leita hjálpar til að vera ekki óhóflega gagnrýnin?
6 Jesús kom ekki til að dæma heiminn heldur frelsa hann. Allir dómar hans voru byggðir á þeim orðum sem Guð hafði falið honum að mæla, ekki á eigin skoðun. (Jóhannes 12:47-50) Hver sá dómur, sem við fellum, ætti líka að vera í samræmi við orð Jehóva. Við verðum að bæla niður tilhneiginguna til dómhörku og biðja Jehóva aftur og aftur um hjálp hans: „Haldið áfram að biðja og ykkur mun gefast, haldið afram að leita og þið munuð finna, haldið áfram að knýja dyra og opnað verður fyrir ykkur. Því að hver sá fær er biður, sá finnur sem leitar og lokið verður upp fyrir hverjum sem knýr dyra.“ (Matteus 7:7, 8, NW) Jafnvel Jesús sagði: „Ég megna eigi að gjöra neitt af sjálfum mér. Ég dæmi samkvæmt því, sem ég heyri, og dómur minn er réttvís, því að ég leita ekki míns vilja, heldur vilja þess, sem sendi mig.“ — Jóhannes 5:30.
-