123. útskrift Gíleaðskólans
Gíleaðnemendur hvattir til að „byrja að grafa“
LAUGARDAGINN 8. september 2007 voru samankomnir 6.352 frá 41 landi til að fagna 123. útskrift Biblíuskólans Gíleað. Dagskráin hófst kl. 10:00 með því að fundarstjórinn, Anthony Morris, sem situr í hinu stjórnandi ráði, bauð gesti velkomna. Að loknum fáeinum inngangsorðum kynnti hann fyrsta ræðumanninn, Gary Breaux, sem á sæti í bandarísku deildarnefndinni.
Bróðir Breaux fullvissaði nemendur um að allir sem gera vilja Jehóva séu til prýði í augum hans, óháð útliti. (Jer. 13:11) Hann hvatti nemendur til að viðhalda þess konar prýði. Því næst steig Gerrit Lösch úr hinu stjórnandi ráði í ræðustól. Hann lagði áherslu á að það væri fullkomlega viðeigandi að vænta umbunar fyrir þjónustu sína við Jehóva. (Hebr. 11:6) Hvötin að baki þjónustunni ætti hins vegar alltaf að vera óeigingjarn kærleikur.
William Samuelson er umsjónarmaður skólaskrifstofunnar.a Hann hvatti nemendur til að vinna staðfastlega að því göfuga verkefni að kunngera konunginn og sýna alltaf af sér þá reisn sem er samfara góðri breytni. Sam Roberson, aðstoðarumsjónarmaður skólaskrifstofunnar, hvatti nemendur til að leita alltaf að hinu góða í fari annarra. Þá væri auðveldara fyrir þá að elska allt bræðrafélagið. — 1. Pét. 2:17.
Að loknum þessum hvetjandi ræðum átti Mark Noumair, einn af kennurum Gíleaðskólans, viðtöl við nokkra nemendur sem sögðu frá ýmsu sem drifið hafði á daga þeirra í boðunarstarfinu meðan þeir sóttu skólann. Engum duldist hve brennandi áhuga þeir höfðu á boðunarstarfinu og hve sterka löngun þeir höfðu til að hjálpa öðrum. Kent Fischer frá Betelskrifstofunni í Patterson átti síðan viðtal við deildarnefndarmenn frá þrem löndum sem hafa fengið senda trúboða. Þessir ágætu bræður fullvissuðu áheyrendur, þar á meðal foreldra margra af nemendunum, um að vel yrði séð fyrir nýju trúboðunum. Izak Marais frá Þýðingaþjónustunni tók síðan viðtal við nokkra gamalreynda trúboða sem gátu lýst fyrir nemendum þeim ánægjulegu verkefnum sem þeir ættu í vændum.
Geoffrey Jackson úr hinu stjórnandi ráði flutti aðalræðu útskriftarinnar, en hann starfaði sem trúboði á Suður-Kyrrahafssvæðinu í næstum aldarfjórðung. Viðfangsefni hans var: „Hvað tekur nú við að námi loknu?“ Hann byggði ræðu sína á niðurlagsorðum fjallræðunnar. Þar talaði Jesús um tvo menn sem reistu sér hús. Annar var hygginn en hinn heimskur. Bróðir Jackson benti á að ef til vill hafi bæði húsin verið byggð á svipuðum slóðum. Heimski maðurinn byggði beint ofan á jarðveginum, á sandi, en hyggni maðurinn gróf uns hann kom niður á bjarg til að byggja á. Stormur brast á og húsið sem byggt var á bjargi stóð af sér veðrið en húsið á sandinum hrundi. — Matt. 7:24-27; Lúk. 6:48.
Jesús sagði að heimski maðurinn líktist þeim sem léti sér nægja að hlusta á kennslu Jesú. Hyggni maðurinn líktist hins vegar þeim sem hlustuðu á Jesú og fóru eftir því sem hann kenndi. Bróðir Jackson sagði nemendum: „Þegar þið haldið út á trúboðssvæðið og notið það sem þið lærðuð af biblíunámi ykkar, þá líkist þið hyggna manninum.“ Að lokum hvatti hann nemendur til að „byrja að grafa“ á trúboðssvæðinu.
Að síðustu voru nemendum afhent prófskírteinin og úthlutað verkefnum, og bróðir Morris fór með lokaorð. Hann hvatti nemendur til að fylgja Jesú öllum stundum og reiða sig alltaf á styrk frá Jehóva. Útskriftardagskránni var síðan lokið.
[Neðanmáls]
a Skólaskrifstofan starfar undir leiðsögn fræðslunefndarinnar og hefur umsjón með Gíleaðskólanum, Deildarnefndaskólanum og Farandhirðaskólanum.
[Rammi á blaðsíðu 31]
TÖLULEGT YFIRLIT
Nemendur komu frá 10 löndum
Sendir til 24 landa
Fjöldi nemenda: 56
Meðalaldur: 33,5 ár
Meðalaldur í trúnni: 17,9 ár
Meðalaldur í fullu starfi: 13,8 ár
[Mynd á blaðsíðu 32]
123. útskriftarhópur Biblíuskólans Gíleað.
Nöfn nemenda eru talin frá vinstri til hægi í hverri röð og fyrsta röð er fremst á myndinni.
(1) Esther Esparza, Sarah Papaya, Anita Bilal, Miriam Suárez, Eloise Evers, Kathy Dimichino. (2) Madeleine Rosa, Ryoko Fujii, Olguita Ratey, Johnna Leveton, Mieke Van Leemputten. (3) Anna Boscaino, Kristin Beck, Heike Budanov, Catherine Braz, Kristy Peltz, Afua Siaw. (4) Scott Leveton, Hanna Santikko, Sarah Conte, Jennifer Wilson, Jeannie Rylatt, Shona Pierce, Kunihiro Fujii. (5) David Rosa, Michael Boscaino, Vanessa Austin, Patricia Rodiel, Paul Bilal, Paul Dimichino. (6) Barak Ratey, Dave Czyzyk, Camille Clarke, Antje Riedel, Fausto Esparza, Prince Siaw, Tom Van Leemputten. (7) Jose Rodiel, Jon Evers, Jacquie Green, Julie Czyzyk, Mika Santikko, Matt Rylatt. (8) Lazlo Peltz, Daniel Austin, Tobias Riedel, Mark Beck, William Pierce, Steve Conte, Steve Green. (9) Jose Suárez, Jeremy Clarke, Seb Papaya, Misha Budanov, Ray Wilson, Rick Braz.