-
„Lesandinn athugi það“Varðturninn – 1999 | 1. júní
-
-
18, 19. Hvernig sjáum við að ‚flótti til fjalla‘ felst ekki í því að skipta um trú?
18 Eftir að Jesús hafði talað um að ‚viðurstyggðin stæði á helgum stað‘ hvatti hann athugula menn til viðeigandi aðgerða. Átti hann við það að margir myndu flýja falstrúarbrögðin og snúa sér að sannri tilbeiðslu þegar þar væri komið sögu — þegar ‚viðurstyggðin stæði á helgum stað‘? Það getur varla verið. Lítum á fyrri uppfyllinguna. Jesús sagði: „Þá flýi þeir, sem í Júdeu eru, til fjalla. Sá sem er uppi á þaki, fari ekki ofan og inn í húsið að sækja neitt. Og sá sem er á akri, skal ekki hverfa aftur að taka yfirhöfn sína. Vei þeim sem þungaðar eru eða börn hafa á brjósti á þeim dögum. Biðjið, að það verði ekki um vetur.“ — Markús 13:14-18.
-
-
„Lesandinn athugi það“Varðturninn – 1999 | 1. júní
-
-
22. Hvað getur það falið í sér að fara eftir orðum Jesú um að flýja til fjalla?
22 Við þekkjum ekki á þessari stundu öll smáatriði í sambandi við þrenginguna miklu, en það er rökrétt að ætla að flóttinn, sem Jesús talaði um, sé ekki flótti frá einum stað til annars. Fólk Guðs er að finna í öllum heimshornum, nánast á hverju byggðu bóli. Við getum hins vegar verið viss um að þegar nauðsynlegt reynist að flýja verða kristnir menn að viðhalda hinum skýra mun á sér og falstrúarsamtökum. Það er líka eftirtektarvert að Jesús varaði fylgjendur sína við að fara heim til að sækja yfirhöfn sína eða aðra muni. (Matteus 24:17, 18) Það gæti því reynt á viðhorf okkar til efnislegra hluta í framtíðinni. Eru þeir okkur mikilvægari en allt annað eða er það hjálpræði allra, sem standa Guðs megin, sem skiptir mestu máli? Flóttinn getur haft í för með sér einhverjar þrengingar og skort. Við verðum að vera tilbúin að gera hvaðeina sem til þarf eins og trúbræður okkar á fyrstu öld sem flúðu frá Júdeu til Pereu handan Jórdanar.
-