-
Leiddur fyrir Annas og KaífasMesta mikilmenni sem lifað hefur
-
-
„Hafi ég illa mælt, þá sanna þú, að svo hafi verið, en hafi ég rétt að mæla, hví slær þú mig?“ svarar Jesús. Eftir þessi orðaskipti sendir Annas Jesú bundinn til Kaífasar.
Nú eru allir höfuðprestarnir, öldungarnir og fræðimennirnir, já, allt æðstaráðið að tínast saman, að öllum líkindum á heimili Kaífasar. Það er skýrt brot á lögum Gyðinga að rétta í máli manns á páskanótt en það hindrar trúarleiðtogana ekki í vonskuverki sínu.
Mörgum vikum áður, þegar Jesús reisti Lasarus upp frá dauðum, hafði æðstaráðið sameinast um að dæma Jesú til dauða. Og aðeins tveir dagar eru síðan trúarleiðtogarnir réðu ráðum sínum um að handsama Jesú með svikum til að taka hann af lífi. Hugsaðu þér — það var búið að dæma Jesú fyrirfram, áður en hann var leiddur fyrir rétt!
-
-
Pétur afneitar JesúMesta mikilmenni sem lifað hefur
-
-
PÉTUR og Jóhannes höfðu yfirgefið Jesú í Getsemanegarðinum og flúið óttaslegnir ásamt hinum postulunum en snúa svo við. Ef til vill draga þeir Jesú uppi þegar farið er með hann til Annasar. Þegar Annas sendir hann til Kaífasar æðstaprests fylgja Pétur og Jóhannes álengdar. Þeir óttast greinilega um líf sitt en hafa jafnframt miklar áhyggjur af því hvað verði um herra þeirra.
-