-
Það er Guð sem gefur vöxtinnVarðturninn – 2008 | 15. júlí
-
-
Sáðmaðurinn sem sefur
13, 14. (a) Endursegðu stuttlega dæmisögu Jesú af manni sem sáir sáðkorni. (b) Hvern táknar sáðmaðurinn og hvað er sæðið?
13 Í Markúsarguðspjalli 4:26-29 er önnur dæmisaga um sáðmann: „Svo er Guðs ríki sem maður sái sæði í jörð. Hann sefur síðan og vakir, nætur og daga, en sæðið grær og vex, hann veit ekki með hverjum hætti. Sjálfkrafa ber jörðin ávöxt, fyrst stráið, þá axið og síðan fullvaxið hveiti í axinu. En þá er ávöxturinn er fullþroska lætur hann þegar bera út sigðina því að uppskeran er komin.“
14 Hvern táknar sáðmaðurinn? Sumir innan kristna heimsins trúa að hann tákni Jesú. En hvernig er hægt að segja að Jesús sofi og viti ekki hvernig sæðið vex? Jesús hlýtur að þekkja vaxtarferlið. Líkt og í dæmisögunni á undan táknar sáðmaðurinn boðbera fagnaðarerindisins sem einstaklinga en þeir sá sæði Guðsríkis með ötulu boðunarstarfi. Sáðkornið, sem þeir sá í jörð, er orðið sem þeir prédika.b
15, 16. Hvað kemur fram um bókstaflegan og andlegan vöxt í dæmisögunni um sáðmanninn?
15 Jesús segir að sáðmaðurinn ‚sofi og vaki, nætur og daga‘. Þetta er ekki vanræksla af hans hálfu heldur lýsir bara daglegu lífi flestra. Orðalagið, sem notað er í þessu versi, lýsir ákveðnu tímabili þar sem unnið er á daginn og sofið á nóttunni. Jesús útskýrir það sem gerist á þessum tíma. „Sæðið grær og vex,“ segir hann og bætir svo við: „Hann veit ekki með hverjum hætti.“ Jesús leggur áherslu á að vöxturinn eigi sér stað „sjálfkrafa“.c
16 Á hvað var Jesús að benda? Taktu eftir að hann leggur áherslu á vöxtinn og hvernig hann eigi sér stað. „Sjálfkrafa ber jörðin ávöxt, fyrst stráið, þá axið og síðan fullvaxið hveiti í axinu.“ (Mark. 4:28) Þessi vöxtur á sér stað smám saman og í áföngum. Það er ekki hægt að þvinga hann fram eða flýta fyrir honum. Hið sama er að segja um þær framfarir sem fólk tekur í trúnni. Þær eiga sér stað í áföngum þegar Jehóva lætur sannleikann vaxa í hjörtum þeirra sem hafa rétt hugarfar. — Post. 13:48, NW; Hebr. 6:1.
17. Hverjir fagna þegar sæði sannleikans ber ávöxt?
17 Hvernig tekur sáðmaðurinn þátt í uppskerunni „þá er ávöxturinn er fullþroska“? Þegar Jehóva lætur sannleikann vaxa í hjörtum nýrra lærisveina kemur að því að lokum að kærleikur þeirra til Guðs fær þá til að vígja honum líf sitt. Þeir tákna vígslu sína með niðurdýfingarskírn. Bræður, sem halda áfram að þroskast í trúnni, geta smám saman axlað meiri ábyrgð í söfnuðinum. Sáðmaðurinn uppsker þannig ávöxt Guðsríkis ásamt öðrum boðberum sem tóku kannski ekki persónulega þátt í að sá sæðinu sem gaf af sér þennan ákveðna lærisvein. (Lestu Jóhannes 4:36-38.) Þannig getur „sá sem sáir samfagnað þeim sem upp sker“.
-
-
Það er Guð sem gefur vöxtinnVarðturninn – 2008 | 15. júlí
-
-
b Áður hefur verið útskýrt í þessu tímariti að sæðið tákni eiginleika sem þurfi að vaxa og þroskast og verði fyrir áhrifum af umhverfinu meðan á því stendur. En rétt er að taka eftir að í dæmisögu Jesú breytist sæðið ekki í slæmt sæði eða skemmdan ávöxt. Það þroskast bara. — Sjá Varðturninn, (á ensku) 15. júní 1980, bls. 17-19.
c Þetta orð kemur aðeins tvisvar fyrir í Biblíunni, hér og í Postulasögunni 12:10 þar sem talað er um að járnhlið hafi opnast „af sjálfu sér“.
-