-
Frægasta ræða sem flutt hefur veriðMesta mikilmenni sem lifað hefur
-
-
Fólkið bíður óþreyjufullt eftir að hlýða á kennarann sem getur unnið þessi ótrúlegu kraftaverk. Jesús flytur ræðu sína þó einkum fyrir lærisveinana sem sitja sennilega næstir honum. En bæði Matteus og Lúkas skráðu ræðuna svo að við getum notið góðs af henni.
-
-
Frægasta ræða sem flutt hefur veriðMesta mikilmenni sem lifað hefur
-
-
Jesús beinir orðum sínum til lærisveinanna og segir: „Sælir eruð þér, fátækir, því að yðar er Guðs ríki. Sælir eruð þér, sem nú hungrar, því að þér munuð saddir verða. Sælir eruð þér, sem nú grátið, því að þér munuð hlæja. Sælir eruð þér, þá er menn hata yður . . . Fagnið á þeim degi og leikið af gleði, því laun yðar eru mikil á himni.“
-
-
Frægasta ræða sem flutt hefur veriðMesta mikilmenni sem lifað hefur
-
-
Þegar Jesús talar um að vera sæll eða hamingjusamur á hann ekki bara við kæti eða glaðværð eins og þegar við skemmtum okkur. Sönn hamingja er djúpstæðari og felur í sér ánægjukennd og lífsfyllingu.
-
-
Frægasta ræða sem flutt hefur veriðMesta mikilmenni sem lifað hefur
-
-
Hvað á Jesús við? Hvers vegna hefur það ógæfu í för með sér að vera efnaður, hlæja, skemmta sér og hljóta lof manna? Vegna þess að maður sem hefur allt þetta og þykir vænt um það hefur ekki rúm í lífi sínu til að þjóna Guði, en aðeins það veitir sanna hamingju. Og Jesús var ekki að segja að maður yrði hamingjusamur fyrir það eitt að vera fátækur, hungraður og sorgbitinn. En bágstaddir taka oft á móti kenningu Jesú og hljóta sanna hamingju að launum.
-