-
Njóttu góðs af því að elska orð GuðsVarðturninn – 2000 | 1. janúar
-
-
7. Hvaða dæmisögu sagði Jesús mannfjöldanum sem kom til að hlusta á hann?
7 Í einni dæmisögu sinni lagði Jesús áherslu á hve mikilvægt það er að hafa rétt viðhorf til orðs Guðs. Þegar Jesús boðaði fagnaðarerindið í Palestínu safnaðist saman mikill mannfjöldi til að hlusta á hann. (Lúkas 8:1, 4) En ekki elskuðu allir orð Guðs í raun og veru. Eflaust komu margir til að hlusta á hann af því að þeir vildu sjá kraftaverk eða af því að þeir dáðust að stórkostlegum kennsluaðferðum hans. Jesús sagði mannfjöldanum því dæmisögu: „Sáðmaður gekk út að sá sæði sínu. Og þá er hann sáði, féll sumt hjá götunni og varð fótum troðið, og fuglar himins átu það upp. Sumt féll á klöpp. Það spratt, en skrælnaði, af því að það hafði ekki raka. Og sumt féll meðal þyrna, og þyrnarnir spruttu einnig og kæfðu það. En sumt féll í góða jörð, óx upp og bar hundraðfaldan ávöxt.“ — Lúkas 8:5-8.
-
-
Njóttu góðs af því að elska orð GuðsVarðturninn – 2000 | 1. janúar
-
-
9. Hvað er átt við með sæðinu sem fellur (a) hjá götunni? (b) á klöpp? (c) meðal þyrna?
9 Jesús sagði að sumt af sæðinu félli hjá götunni og yrði troðið niður. Þar er átt við menn sem eru svo áhyggjufullir að sæði Guðsríkis nær ekki að festa rætur í hjarta þeirra. Áður en þeir geta farið að elska orð Guðs „kemur djöfullinn og tekur [orðið] burt úr hjarta þeirra, til þess að þeir trúi ekki og verði hólpnir.“ (Lúkas 8:12) Sumt fellur á klöpp. Þar er átt við menn sem laðast að boðskap Biblíunnar en láta hann ekki hafa áhrif á hjarta sitt. Þegar þeir mæta andstöðu eða finnst erfitt að fylgja ráðum Biblíunnar ‚falla þeir frá‘ af því að þeir hafa enga rótfestu. (Lúkas 8:13) Þá eru það þeir sem heyra orðið en kafna undan „áhyggjum, auðæfum og nautnum lífsins.“ Eins og plöntur sem eru flæktar í þyrnum „kafna“ þeir að lokum. — Lúkas 8:14.
-