-
Hann talaði ekki til þeirra án dæmisagna„Komið og fylgið mér“
-
-
13 Jesús nefnir annað kunnuglegt atriði varðandi veginn „frá Jerúsalem niður til Jeríkó“. Í dæmisögunni fór prestur og síðan Levíti þessa sömu leið en hvorugur nam staðar til að liðsinna hinum særða. (Lúkas 10:31, 32) Prestarnir þjónuðu í musterinu í Jerúsalem og Levítarnir voru þeim til aðstoðar. Margir prestar og Levítar bjuggu í Jeríkó milli þess sem þeir voru við störf í musterinu, enda voru ekki nema 23 kílómetrar milli borganna. Þar af leiðandi sáust þeir oft þar á ferð. Og við tökum líka eftir að ferðalangurinn fór „niður“ veginn „frá Jerúsalem“ en ekki upp hann. Áheyrendur hafa skilið þetta mætavel. Jerúsalem stóð hærra en Jeríkó þannig að ferðalangur fór „niður til Jeríkó“ þegar hann fór „frá Jerúsalem“.b Ljóst er að Jesús tók mið af þekkingu áheyrenda.
-
-
Hann talaði ekki til þeirra án dæmisagna„Komið og fylgið mér“
-
-
b Jesús sagði einnig að presturinn og Levítínn hefðu verið á leið „frá Jerúsalem“ þannig að þeir voru á leið frá musterinu. Það var því ekki hægt að afsaka skeytingarleysi þeirra með því að þeir hefðu forðast manninn sem virtist látinn af því að þeir vildu ekki verða óhæfir um tíma til að þjóna í musterinu. – 3. Mósebók 21:1; 4. Mósebók 19:16.
-