-
Ertu „ríkur hjá Guði“?Varðturninn – 2007 | 1. september
-
-
7. Hvernig brást maðurinn í dæmisögu Jesú við vanda sínum?
7 Snúum okkur nú aftur að dæmisögu Jesú. Hvað gerði ríki maðurinn þegar landið gaf svo mikið af sér að hann hafði ekki rúm fyrir afurðirnar? Hann ákvað að rífa hlöðurnar sem hann átti og byggja aðrar stærri til að geyma allt kornið og auðæfin. Þessi áform veittu honum slíka öryggiskennd og ánægju að hann hugsaði með sér: „Ég segi við sálu mína: Sála mín, nú átt þú mikinn auð til margra ára, hvíl þig nú, et og drekk og ver glöð.‘“ — Lúkas 12:19.
Af hverju er hann kallaður „heimskingi“?
8. Hvaða mikilvægu atriði gleymdi maðurinn í dæmisögu Jesú?
8 En eins og Jesús benti á veittu áform ríka mannsins honum aðeins falska öryggiskennd. Þótt áformin hafi virst skynsamleg gleymdi maðurinn einu mikilvægu atriði — vilja Guðs. Hann hugsaði eingöngu um sjálfan sig, hvernig hann gæti átt náðuga daga, borðað, drukkið og verið glaður. Hann ímyndaði sér að fyrst hann ætti „mikinn auð“ myndi hann líka eiga ‚mörg ár‘ ólifuð. En því miður fyrir hann fór það á annan veg. Rétt eins og Jesús hafði áður sagt þiggur enginn „líf af eigum sínum, þótt auðugur sé“. (Lúkas 12:15) Þessa sömu nótt glataði maðurinn öllu því sem hann hafði unnið fyrir vegna þess að Guð sagði við hann: „Heimskingi, á þessari nóttu verður sál þín af þér heimtuð, og hver fær þá það, sem þú hefur aflað?“ — Lúkas 12:20.
-
-
Ertu „ríkur hjá Guði“?Varðturninn – 2007 | 1. september
-
-
10. Af hverju er ‚mikill auður‘ engin trygging fyrir því að eiga ‚mörg ár‘?
10 Við ættum að draga lærdóm af þessu. Er hugsanlegt að við séum eins og maðurinn í dæmisögunni? Leggjum við hart að okkur til að eignast „mikinn auð“ en gerum ekki það sem þarf til að eiga von um ‚mörg ár‘? (Jóhannes 3:16; 17:3) Í Biblíunni segir: „Auðæfi stoða ekki á degi reiðinnar“ og „sá sem treystir á auð sinn, hann fellur.“ (Orðskviðirnir 11:4, 28) Jesús lauk því dæmisögunni með eftirfarandi viðvörun: „Svo fer þeim er safnar sér fé, en er ekki ríkur hjá Guði.“ — Lúkas 12:21.
-