-
Þú veist ekki hvað muni heppnastVarðturninn – 2008 | 15. júlí
-
-
Dæmisagan um súrdeigið
9, 10. (a) Hvað kemur fram í dæmisögunni um súrdeigið? (b) Hvað er súrdeig oft látið tákna í Biblíunni og hvaða spurning vaknar fyrst Jesús notar það í dæmisögu?
9 Vöxtur er ekki alltaf sýnilegur. Þetta kemur fram í næstu dæmisögu Jesú. Þar segir: „Líkt er himnaríki súrdeigi er kona tók og fól í þrem mælum mjöls uns það sýrðist allt.“ (Matt. 13:33) Hvað táknar þetta súrdeig og hvernig tengist það Guðsríki og vaxandi starfsemi þess?
10 Í Biblíunni er súrdeig oft látið tákna synd. Páll postuli notar súrdeig í þessari merkingu þegar hann talar um spillandi áhrif syndara í söfnuðinum í Korintu. (1. Kor. 5:6-8) Var Jesús þá að tala um að eitthvað skaðlegt myndi vaxa og breiðast út þegar hann sagði dæmisöguna um súrdeigið?
11. Hvernig var súrdeig notað í Ísrael til forna?
11 Áður en við svörum þessari spurningu er þrennt sem við verðum að taka mið af. Í fyrsta lagi þáði Jehóva fórnir sem innihéldu súrdeig þótt hann hafi ekki leyft súrdeig á páskahátíðinni. Súrdeig var notað í þakkar- og heillafórnum. Fólk færði slíkar fórnir sjálfvilja til að sýna þakklæti fyrir allar blessanir Jehóva. Þessar fórnarmáltíðir voru gleðilegir viðburðir. — 3. Mós. 7:11-15.
12. Hvað getum við lært af því hvernig myndmál er notað í Biblíunni?
12 Í öðru lagi getur ákveðið myndmál í Biblíunni haft jákvæða merkingu í einu samhengi þótt það hafi neikvæða merkingu í öðru samhengi. Í 1. Pétursbréfi 5:8 er Satan til dæmis líkt við ljón til að draga fram hvað hann er grimmur og hættulegur. En í Opinberunarbókinni 5:5 er Jesú líkt við ljón — „ljónið af Júda ættkvísl“. Í síðara dæminu táknar ljónið hugrekki og réttlæti.
13. Hvað lærum við af dæmisögu Jesú um það ferli sem á sér stað þegar einhver tekur við sannleikanum?
13 Í þriðja lagi sagði Jesús ekki að súrdeigið hafi skemmt mjölið og gert það ónothæft. Hann var einfaldlega að lýsa því hvernig brauð er venjulega búið til. Húsmóðirin bætti súrdeiginu af ásettu ráði út í mjölið og árangurinn varð góður. Súrdegið var falið í mjölinu. Gerjunin átti sér því stað án þess að húsmóðirin sæi. Þetta minnir á manninn sem sáir í akur og sefur á nóttunni. Jesús sagði: „Sæðið grær og vex, hann veit ekki með hverjum hætti.“ (Mark. 4:27) Er þetta ekki einföld leið til að lýsa því ósýnilega ferli sem á sér stað þegar einhver tekur við sannleikanum? Við sjáum vöxtinn ef til vill ekki fyrst í stað en að lokum verður árangurinn augljós.
14. Hvað táknar það að súrdeigið skuli sýra allt deigið?
14 Þessi vöxtur er ekki aðeins hulinn augum manna heldur breiðir hann sig líka út um allt. Þetta má einnig sjá af dæmisögunni um súrdeigið. Súrdeigið sýrir allt deigið, alla ‚þrjá mæla mjölsins‘. (Lúk. 13:21) Boðunarstarfið veldur því að lærisveinum fjölgar og er eins og súrdeig að því leyti að það hefur vaxið og fagnaðarerindið er nú boðað „til endimarka jarðarinnar“. (Post. 1:8; Matt. 24:14) Það er mikill heiður að eiga þátt í þessum mikla vexti.
-
-
Þú veist ekki hvað muni heppnastVarðturninn – 2008 | 15. júlí
-
-
20, 21. (a) Hvað höfum við lært af því að fara yfir dæmisögur Jesú um Guðsríki og vaxandi starfsemi þess? (b) Hvað ert þú staðráðinn í að gera?
20 Hvað höfum við þá lært af stuttri yfirferð okkar yfir dæmisögur Jesú um Guðsríki og vaxandi starfsemi þess? Í fyrsta lagi hefur þeim fjölgað gríðarlega sem hafa tekið við boðskapnum um ríkið og er það sambærilegt við vöxt mustarðskornsins. Ekkert getur stöðvað starf Jehóva og útbreiðslu þess. (Jes. 54:17) Auk þess fá þeir sem hafa „hreiðrað sig í skugga [trésins]“ vernd gegn Satan og illum heimi hans. Í öðru lagi er það Guð sem gefur vöxtinn. Þessi vöxtur er ekki alltaf sýnilegur eða skiljanlegur en hann á sér engu að síður stað eins og falda súrdeigið sem sýrði allt deigið. Í þriðja lagi hafa ekki allir sem sýna áhuga á fagnaðarerindinu reynst verðugir. Sumir hafa verið eins og óætu fiskarnir í dæmisögu Jesú.
-