-
‚Jehóva, miskunnsamur og líknsamur Guð‘Varðturninn – 1998 | 1. nóvember
-
-
15-17. (a) Hvernig brást faðirinn við þegar hann sá son sinn? (b) Hvað er gefið til kynna með skikkjunni, hringnum og skónum sem faðirinn lét son sinn fá? (c) Hvað má ráða af því að faðirinn hélt syninum veislu?
15 „En er hann var enn langt í burtu, sá faðir hans hann og kenndi í brjósti um hann, hljóp og féll um háls honum og kyssti hann. En sonurinn sagði við hann: ‚Faðir, ég hef syndgað móti himninum og gegn þér. Ég er ekki framar verður að heita sonur þinn.‘ Þá sagði faðir hans við þjóna sína: ‚Komið fljótt með hina bestu skikkju og færið hann í, dragið hring á hönd hans og skó á fætur honum. Sækið og alikálfinn og slátrið, vér skulum eta og gjöra oss glaðan dag. Því að þessi sonur minn var dauður og er lifnaður aftur. Hann var týndur og er fundinn.‘ Tóku menn nú að gjöra sér glaðan dag.“ — Lúkas 15:20-24.
-
-
‚Jehóva, miskunnsamur og líknsamur Guð‘Varðturninn – 1998 | 1. nóvember
-
-
17 Þegar faðirinn mætir syni sínum fellur hann um háls honum og kyssir hann blíðlega. Síðan fyrirskipar hann þjónum sínum að fá syninum skikkju, hring og skó. Skikkjan er ekki einhver hversdagsleg flík heldur ‚besta skikkja‘ — kannski fagurlega útsaumuð skikkja af því tagi sem búast mátti við að virtum gesti væri fengin. Þar eð þrælar báru yfirleitt ekki hringa né gengu í skóm er faðirinn að sýna svo ekki verður um villst að syninum sé tekið opnum örmum sem einum úr fjölskyldunni. En faðirinn gerir meira en þetta. Hann fyrirskipar að haldin skuli veisla til að fagna endurkomu sonar síns. Ljóst er að hann fyrirgaf syninum ekki með ólund eða tilneyddur fyrst sonurinn kom til hans heldur vildi fyrirgefa. Það gladdi hann.
-