KAFLI 15
Hver er Jesús?
Jesús er einn þekktasti maður sögunnar. En margir vita samt ekki mikið um hann annað en hvað hann heitir og það eru margar mismunandi hugmyndir um hver hann er í raun og veru. Hvað segir Biblían um hann?
1. Hver er Jesús?
Jesús er voldug andavera sem býr á himni. Jehóva skapaði hann á undan öllu öðru. Þess vegna er hann kallaður „frumburður alls sem er skapað“. (Kólossubréfið 1:15) Biblían talar um Jesú sem „einkason“ Guðs vegna þess að hann er sá eini sem Jehóva skapaði milliliðalaust. (Jóhannes 3:16) Jesús vann náið með Jehóva föður sínum við að skapa allt annað. (Lestu Orðskviðina 8:30.) Jesús á enn þá náið samband við Jehóva. Hann er trúr talsmaður Guðs, eða „Orðið“, sem flytur boðskap hans og fyrirmæli. – Jóhannes 1:14.
2. Hvers vegna kom Jesús til jarðarinnar?
Fyrir um 2.000 árum gerði Jehóva það kraftaverk með heilögum anda sínum að flytja líf Jesú frá himni í móðurlíf ungrar meyjar sem hét María. Þannig kom það til að Jesús fæddist sem mannsbarn. (Lestu Lúkas 1:34, 35.) Jesús kom til jarðarinnar til að verða hinn fyrirheitni Messías, eða Kristur, og til að bjarga mannkyninu.a Allir spádómar Biblíunnar um Messías uppfylltust á honum. Það gerði fólki kleift að sjá að Jesús var „Kristur, sonur hins lifandi Guðs“. – Matteus 16:16.
3. Hvar er Jesús núna?
Eftir að Jesús dó sem maður var hann reistur upp sem andavera og sneri aftur til himins. Þar ‚upphóf Guð hann og veitti honum æðri stöðu en áður‘. (Filippíbréfið 2:9) Núna er Jesús mjög valdamikill – aðeins Jehóva er honum æðri.
KAFAÐU DÝPRA
Lærðu meira um það hver Jesús er í raun og veru og hvers vegna það er mikilvægt að kynnast honum.
4. Jesús er ekki almáttugur Guð
Biblían kennir að þó að Jesús sé voldug andavera á himni sé hann undirgefinn Guði sínum og föður, Jehóva. Hvernig vitum við það? Spilið MYNDBANDIÐ til að sjá hvað Biblían kennir um muninn á Jesú og Guði almáttugum.
Eftirfarandi biblíuvers hjálpa okkur að skilja samband Jehóva og Jesú. Lesið hverja biblíuvísun fyrir sig og ræðið síðan spurningarnar sem fylgja.
Lesið Lúkas 1:30–32.
Hvernig lýsti engillinn sambandinu milli Jesú og Jehóva Guðs, „Hins hæsta“?
Lesið Matteus 3:16, 17.
Hvað sagði röddin af himni við skírn Jesú?
Hver heldurðu að hafi talað?
Lesið Jóhannes 14:28.
Hvor er eldri og hefur meira vald, faðir eða sonur?
Hvað átti Jesús við þegar hann kallaði Jehóva föður sinn?
Lesið Jóhannes 12:49.
Sér Jesús sig og föður sinn sem sömu persónuna? Telur þú að þeir séu sama persónan?
5. Jesús reyndist vera Messías
Í Biblíunni eru margir spádómar sem áttu að hjálpa fólki að bera kennsl á Messías – þann sem Guð valdi til að bjarga mannkyninu. Spilið MYNDBANDIÐ til að fá dálitla innsýn í suma af þeim spádómum sem uppfylltust á Jesú þegar hann var á jörðinni.
Lesið þessa biblíuspádóma og ræðið síðan spurningarnar sem fylgja.
Lesið Míka 5:2 til að sjá hvar Messías átti að fæðast.b
Uppfylltist þessi spádómur þegar Jesús fæddist? – Matteus 2:1.
Lesið Sálm 34:20 og Sakaría 12:10 til að sjá hverju var spáð um dauða Messíasar.
Rættust þessir spádómar? – Jóhannes 19:33–37.
Heldur þú að Jesús hefði getað haft áhrif á uppfyllingu einhverra þessara spádóma?
Hvað sannar þetta fyrir þér um Jesú?
6. Við höfum gagn af því að fræðast um Jesú
Biblían leggur áherslu á mikilvægi þess að fræðast um Jesú og hlutverk hans. Lesið Jóhannes 14:6 og 17:3 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Hvers vegna er nauðsynlegt að fræðast um Jesú?
SUMIR SEGJA: „Vottar Jehóva trúa ekki á Jesú.“
Hvernig myndir þú svara því?
SAMANTEKT
Jesús er voldug andavera. Hann er sonur Guðs og Messías.
Upprifjun
Hvers vegna er Jesús kallaður „frumburður alls sem er skapað“?
Hvað gerði Jesús áður en hann kom til jarðarinnar?
Hvernig vitum við að Jesús er Messías?
KANNAÐU
Lærðu meira um hlutverk Jesú sem Messías.
„Sanna Messíasarspádómar að Jesús hafi verið Messías?“ (Vefgrein)
Lestu um hvort Biblían segi að Guð hafi eignast Jesú á sama hátt og menn eignast börn.
Kynntu þér hvers vegna þrenningarkenningin er ekki biblíuleg.
Lestu um hvernig líf konu nokkurrar breyttist eftir að hún kynnti sér hvað Biblían segir um Jesú.
„Kona sem var gyðingatrúar skýrir frá því hvers vegna hún endurskoðaði trú sína“ (Grein úr Vaknið!)
b Sjá spádóm sem sagði nákvæmlega fyrir um hvenær Messías myndi birtast á jörðinni í aftanmálsgrein 2.