-
Keppt sameiginlega að takmarkinu sem er lífiðVarðturninn – 1986 | 1. febrúar
-
-
6 Já, jafnvel þeir sem eru „dauðir“ í augum Guðs vegna arfgengrar syndsemi sinnar geta ‚heyrt raust Guðs sonarins‘ og lifnað. En hvernig? Jesús skýrir það: „Eins og faðirinn hefur líf í sjálfum sér, þannig hefur hann og veitt syninum að hafa líf í sjálfum sér.“ En það má líka þýða að hafa „í sér gjöf lífsins.“ (Jóhannes 5:25, 26, NW Ref. bi., neðanmáls) Jesús er því fær um að gefa mönnum góða stöðu frammi fyrir Guði. Auk þess er hann fær um að reisa upp og gefa líf þeim sem sofa dauðasvefni. — Jóhannes 11:25; Opinberunarbókin 1:18.
7. (a) Hvað segir Sálmur 36:6, 10 okkur um Guð? (b) Hvernig hefur Jehóva umbunað ráðvöndum syni síum?
7 Jehóva hefur alltaf haft líf í sjálfum sér. Um hann er ritað: „Hjá þér er uppspretta lífsins.“ (Sálmur 36:6, 10) En núna hefur faðirinn vakið ráðvandan son sinn upp frá dauðum sem ‚frumgróða þeirra sem sofnaðir eru.‘ Með því að Jesús hefur „í sér gjöf lífsins“ hefur honum verið gefið vald til að fyrirgefa syndir, dæma og reisa upp dauða svo að þeir eigi eilíft líf í vændum. — 1. Korintubréf 15:20-22; Jóhannes 5:27-29; Postulasagan 17:31.
-
-
„Brauð lífsins“ öllum aðgengilegtVarðturninn – 1986 | 1. febrúar
-
-
13. (a) Hvað vekur athygli þegar borin eru saman orðin í Jóhannesi 5:26 og Jóhannesi 6:53? (b) Hvaða algengt orðfæri í grísku hjálpar okkur að skilja Jóhannes 6:53? (c) Hvað merkir það því að hafa „líf í sjálfum sér“ og við hverja eiga þessi orð?
13 Í Jóhannesi 6:53 og 54 leggur Jesús „eilíft líf“ að jöfnuð við það að hafa „lífið í yður.“ Í þessu samhengi virðast orðin „lífið í yður“ vera annarra merkingar en hliðstæð orð Jesú í Jóhannesi 5:26. Orðalag hliðstætt við „hafið . . . lífið í yður“ kemur víða fram í Grísku ritningunum. Tökum dæmi: „Hafið salt í sjálfum yður“ (Markús 9:50) og „tóku út á sjálfum sér makleg málagjöld“ (Rómverjabréfið 1:27).a Þetta orðalag felur ekki í sér að búið sé yfir valdi til að gefa öðrum salt eða veita málagjöld. Þess í stað er átt við innri algerleika eða fyllingu. Samkvæmt samhengi Jóhannesar 6:53 merkja orðin „lífið í yður“ því að öðlast sjálfa fyllingu lífsins. Hin „litla hjörð“ erfingja Guðsríkis öðlast hana við upprisu sína til himna, og hinir ‚aðrir sauðir‘ eftir lok þúsund áranna þegar þeir hafa verið prófreyndir og lýstir réttlátir til eilífs lífs í paradís á jörð. — 1. Jóhannesarbréf 3:2; Opinberunarbókin 20:4, 5.
-
-
Spurningar frá lesendumVarðturninn – 1986 | 1. ágúst
-
-
Spurningar frá lesendum
◼ Frásagnir guðspjallanna og uppsláttarrit virðist greina á um hvenær Jesús mataðist í húsi Símonar líkþráa í Betaníu og var smurður með ilmolíu. Hvenær var það?
Þessir atburðir virðast hafa átt sér stað þann 9. nísan (eftir dagatali Gyðinga) árið 33. En eins og fram kemur hér á eftir í rökunum fyrir þessari niðurstöðu, munt þú sjá hvers vegna áframhaldandi nám í orði Guðs getur bætt þekkingu þína og skilning.
Í þrem af guðspjöllunum fjórum er sagt frá þessari veislu. (Matteus 26:6-13; Markús 14:3-9; Jóhannes 12:2-8) Matteus og Markús nefna veisluna eftir að hafa lýst sigurreið Jesú inn í Jerúsalem, því er hann formælti ávaxtalausa fíkjutrénu og svaraði spurningu postulanna um endalok heimskerfisins. Bæði Matteus og Markús segja frá viðskiptum Júdasar við leiðtoga Gyðinganna um að svíkja Jesú þeim í hendur, á eftir frásögunni af veislunni. Staðsetning veislunnar í þessum tveim guðspjöllum virðist benda til að hún hafi verið haldin þann 12. nísan, aðeins tveim dögum áður en Jesús var svikinn og tekinn af lífi þann 14. nísan. Margar yfirlitstöflur um atburði á ævi Jesú, þeirra á meðal sumar í ritum okkar áður fyrr, hafa því dagsett veisluna þann 12. nísan.
Í 12. kafla Jóhannesar er sagt frá máltíðinni í húsi Símonar í annarri umgerð. Jóhannes 12:1 segir frá því að Jesús hafi komið til Betaníu í nánd við Jerúsalem „sex dögum fyrir páska“ sem var þann 8. nísan. Vers 2-8 lýsa þessu næst kvöldmáltíð í Betaníu og vers 9-11 segja okkur að Gyðingar, sem fréttu að Jesús væri þarna, hafi komið þangað til að sjá hann. Vers 12-15 segja að „degi síðar“ hafi Kristur riðið sem sigursæll konungur inn í Jerúsalem. (Samanber Postulasöguna 20:7-11.) Jóhannes 12:1-15 gefur því til kynna að máltíðin í húsi Símonar hafi átt sér stað að kvöldi þess 9. nísan. Samkvæmt dagatali Gyðinga taldist þá hefjast nýr dagur, og þennan sama dag (9. nísan) á þeim tíma dags sem bjart var, fór Jesús inn í Jerúsalem.
Af þessum tveim möguleikum virðist sá síðari koma frekar til greina. Hvers vegna? Berum saman frásögurnar og samhengi þeirra. Hvorki Matteus né Markús dagsetja veisluna í húsi Símonar. Þeir greina þó frá því að í veislunni hafi verið fundið að því að María notaði dýra olíu til að smyrja Jesú, aðfinnslur sem Jóhannes segir runnar undan rifjum hins ágjarna Júdasar. (Matteus 26:8, 9; Markús 14:4, 5; Jóhannes 12:4-6) Eins og við höfum getið greina bæði Matteus og Markús frá því, eftir að hafa getið um veisluna, að Júdas hafi farið á fund prestanna til að kanna hversu mikið hann gæti fengið greitt til að svíkja Krist. Vel má því vera að Matteus og Markús hafi efnisins vegna getið veislunnar á þessum stað, tengt eitt merki um ágirnd Júdasar því hvernig hún að lokum birtist.
Jóhannes dagsetur hins vegar veisluna sem gefur til kynna að hann hafi getið hennar þar sem hún á heima í tímaröð. Það styður þá ályktun að kvöldmáltíðin í húsi Símonar hafi verið haldin strax eftir komu Jesú til Betaníu þann 8. nísan árið 33. Hafðu einnig í huga orð Jóhannesar um að Gyðingar, sem ‚komust að því að Jesús væri í Betaníu,‘ hafi komið frá Jerúsalem til að sjá hann og Lasarus, sem einnig bjó í Betaníu, en systur hans voru í veislunni. Líklegt er að heimsókn Gyðinganna, sem höfðu rétt ‚komist að því‘ að Jesús væri í Betaníu, hafi átt sér stað áður en hann fór inn í Jerúsalem, og vera má að hún hafi stuðlað að þeim eldmóði sem mætti Kristi þegar hann reið inn í borgina „degi síðar,“ að deginum þann 9. nísan.
-