-
Hver er Jesús?Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
-
-
1. Hver er Jesús?
Jesús er voldug andavera sem býr á himni. Jehóva skapaði hann á undan öllu öðru. Þess vegna er hann kallaður „frumburður alls sem er skapað“. (Kólossubréfið 1:15) Biblían talar um Jesú sem „einkason“ Guðs vegna þess að hann er sá eini sem Jehóva skapaði milliliðalaust. (Jóhannes 3:16) Jesús vann náið með Jehóva föður sínum við að skapa allt annað. (Lestu Orðskviðina 8:30.) Jesús á enn þá náið samband við Jehóva. Hann er trúr talsmaður Guðs, eða „Orðið“, sem flytur boðskap hans og fyrirmæli. – Jóhannes 1:14.
-
-
Hvernig bjargar dauði Jesú okkur?Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
-
-
KAFLI 27
Hvernig bjargar dauði Jesú okkur?
Við syndgum, þjáumst og deyjum vegna þess að fyrstu mennirnir, Adam og Eva, óhlýðnuðust Guði.a En við erum ekki í vonlausri stöðu. Jehóva sendi son sinn, Jesú Krist, til jarðarinnar til að deyja fyrir okkur svo að við gætum losnað undan bölvun syndar og dauða. Biblían kennir að Jesús hafi gefið líf sitt sem lausnargjald. Lausnargjald er það gjald sem er greitt til að leysa einhvern úr haldi. Það gjald sem Jesús greiddi var andvirði fullkomins lífs hans sem maður. (Lestu Matteus 20:28.) Jesús fæddist fullkominn og átti þess vegna rétt á að lifa að eilífu á jörðinni. En hann afsalaði sér fúslega þeim rétti og opnaði með því leiðina fyrir okkur til að endurheimta allt það sem Adam og Eva glötuðu. Jesús sýndi einnig hve heitt hann og Jehóva elska okkur. Þessi kafli hjálpar þér að dýpka þakklæti þitt fyrir dauða Jesú.
1. Hvernig getur dauði Jesú verið okkur til góðs núna?
Við gerum margt sem Jehóva er ekki ánægður með vegna þess að við erum syndug. En við getum átt náið vináttusamband við Guð ef við iðrumst synda okkar í einlægni, biðjum Jehóva að fyrirgefa okkur fyrir milligöngu Jesú Krists og gerum okkar besta til að endurtaka ekki mistökin. (1. Jóhannesarbréf 2:1) Í Biblíunni segir: „Kristur dó fyrir syndir í eitt skipti fyrir öll, réttlátur maður fyrir rangláta, til að leiða ykkur til Guðs.“ – 1. Pétursbréf 3:18.
2. Hvernig getur dauði Jesú verið okkur til góðs í framtíðinni?
Jehóva sendi Jesú til að fórna fullkomnu lífi sínu „til þess að þeir sem trúa á [Jesú] farist ekki heldur hljóti eilíft líf“. (Jóhannes 3:16) Vegna þess sem Jesús gerði mun Jehóva bráðlega gera að engu allt það slæma sem óhlýðni Adams hefur valdið. Það þýðir að ef við sýnum að við trúum á fórn Jesú eigum við kost á því að lifa að eilífu í paradís á jörðinni. – Jesaja 65:21–23.
KAFAÐU DÝPRA
Lærðu meira um það hvers vegna Jesús fórnaði lífi sínu og hugleiddu hvernig þú getur notið góðs af því.
3. Dauði Jesú leysir okkur undan synd og dauða
Spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Af hvaða tækifæri missti Adam þegar hann óhlýðnaðist Guði?
Lesið Rómverjabréfið 5:12 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Hvaða áhrif hefur synd Adams haft á líf þitt?
Lesið Jóhannes 3:16 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Hvers vegna sendi Jehóva son sinn til jarðarinnar?
Adam var fullkominn maður sem óhlýðnaðist Guði og þess vegna syndga menn og deyja.
Jesús var fullkominn maður sem hlýddi Guði og þess vegna hafa menn tækifæri til að verða fullkomnir og lifa að eilífu.
4. Allir geta notið góðs af dauða Jesú
Spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Hvernig gat dauði eins manns komið öllum að gagni?
Lesið 1. Tímóteusarbréf 2:5, 6 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Adam var fullkominn maður en vegna þess að hann syndgaði syndga allir menn og deyja. Jesús var líka fullkominn maður. Hvernig var hann „samsvarandi lausnargjald“?
5. Lausnarfórnin er gjöf Jehóva til þín
Vinir Jehóva líta á lausnarfórnina sem persónulega gjöf. Lesið Galatabréfið 2:20 til að sjá dæmi um það og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Hvernig lét Páll postuli í ljós að hann leit á lausnarfórnina sem persónulega gjöf til sín?
Þegar Adam syndgaði urðu hann og allir afkomendur hans dauðadæmdir. En Jehóva sendi son sinn til að deyja svo að þú ættir kost á að lifa að eilífu.
Þegar þið lesið eftirfarandi vers skaltu reyna að ímynda þér hvernig Jehóva hlýtur að hafa liðið þegar sonur hans þjáðist. Lesið Jóhannes 19:1–7, 16–18 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Hvað finnst þér um það sem Jehóva og Jesús gerðu fyrir þig?
EINHVER GÆTI SPURT: „Hvernig gat einn maður dáið fyrir alla?“
Hvernig myndirðu svara því?
SAMANTEKT
Dauði Jesú er grundvöllurinn fyrir því að Jehóva fyrirgefur syndir okkar og gefur okkur möguleikann á að lifa að eilífu.
Upprifjun
Hvers vegna dó Jesús?
Hvernig var fullkomið mannslíf Jesú „samsvarandi lausnargjald“?
Hvernig getur dauði Jesú verið þér til góðs?
KANNAÐU
Kynntu þér hvers vegna fullkomið mannslíf Jesú er kallað lausnargjald.
„Hvernig getur fórn Jesú verið ‚til lausnargjalds fyrir alla‘?“ (Vefgrein)
Lestu um hvað við þurfum að gera til að bjargast.
Getur Jehóva fyrirgefið mjög alvarlegar syndir?
Lestu um hvernig fórn Krists hjálpaði manni að gera breytingar á persónuleika sínum.
a Synd er ekki bara það að gera eitthvað slæmt. Hún felur einnig í sér meðfædda tilhneigingu okkar til þess.
-
-
Sýndu að þú kunnir að meta það sem Jehóva og Jesús hafa gert fyrir þigVon um bjarta framtíð – biblíunámskeið
-
-
1. Hvernig getum við sýnt að við kunnum að meta það sem Guð og Kristur hafa gert fyrir okkur?
Biblían lofar að „þeir sem trúa á [Jesú]“ geti fengið að lifa að eilífu. (Jóhannes 3:16) Hvernig sýnum við að við trúum á Jesú? Við sýnum trúna bæði með ákvörðunum sem við tökum og með því sem við gerum. (Jakobsbréfið 2:17) Þegar við sýnum trú okkar með því sem við segjum og gerum styrkjum við vináttuna við Jesú og föður hans, Jehóva. – Lestu Jóhannes 14:21.
-