-
Rómversku vegirnir minnismerki um verkfræði fornaldarVarðturninn – 2006 | 1. desember
-
-
Býsanski sagnfræðingurinn Procopius lýsti Appíusarveginum 900 árum eftir að hann var byggður og sagði að hann væri „stórkostlegur“. Hann skrifaði um steinhellurnar sem mynduðu yfirborðið: „Þrátt fyrir allan þann tíma sem hefur liðið og alla þá vagna sem hafa ekið á þeim dag eftir dag, hafa þær ekki haggast og eru enn þá rennisléttar.“
-
-
Rómversku vegirnir minnismerki um verkfræði fornaldarVarðturninn – 2006 | 1. desember
-
-
Engu að síður skipulögðu kristnir trúboðar margar slíkar langferðir. Þegar Páll postuli hélt í austurátt ferðaðist hann oft sjóleiðis líkt og samtímamenn sínir og notfærði sér þannig ráðandi vindáttir. (Postulasagan 14:25, 26; 20:3; 21:1-3) Við Miðjarðarhafið blása vindar í vestur yfir sumarið. Þegar Páll ferðaðist í vesturátt fór hann hins vegar oft landleiðina og notaði rómverska vegakerfið. Þannig ferðaðist hann í annarri og þriðju trúboðsferð sinni. (Postulasagan 15:36-41; 16:6-8; 17:1, 10; 18:22, 23; 19:1)a Um árið 59 ferðaðist Páll eftir Appíusarvegi á leið sinni til Rómar. Hann hitti trúbræður sína á Appíusartorgi sem var fjölfarið markaðstorg um 74 kílómetra suðaustur af Róm. Aðrir biðu hans við hvíldarstaðinn Þríbúðir sem var 14 kílómetrum nær Róm. (Postulasagan 28:13-15) Um árið 60 gat Páll sagt að fagnaðarerindið hefði verið prédikað „í öllum heiminum“ eins og hann þekktist þá. (Kólossubréfið 1:6, 23) Vegakerfið átti sinn þátt í því að gera þetta mögulegt.
-
-
Rómversku vegirnir minnismerki um verkfræði fornaldarVarðturninn – 2006 | 1. desember
-
-
[Mynd á blaðsíðu 25]
Páll hitti trúsystkini sín á hinu fjölfarna Appíusartorgi.
-