-
„Hann … vitnaði ítarlega“Vitnum ítarlega um ríki Guðs
-
-
„Hann boðaði þeim ríki Guðs“ (Post. 28:30, 31)
19. Hvernig nýtti Páll sér aðstæður sínar sem best?
19 Lúkas lýkur frásögn sinni á mjög jákvæðum og hlýlegum nótum: „[Páll] dvaldist þar í heil tvö ár í húsi sem hann leigði og tók vel á móti öllum sem komu til hans. Hann boðaði þeim ríki Guðs og fræddi þá djarfmannlega um Drottin Jesú Krist án nokkurrar hindrunar.“ (Post. 28:30, 31) Hann er okkur frábært fordæmi um gestrisni, trú og eldmóð!
20, 21. Nefndu nokkra sem nutu góðs af boðun Páls í Róm.
20 Einn þeirra sem Páll tók vel á móti var maður sem hét Onesímus en hann var strokuþræll frá Kólossu. Páll aðstoðaði Onesímus við að taka kristna trú og Onesímus varð honum mjög kær. Hann kallar hann ‚trúan og elskaðan bróður sinn‘. Páll talar jafnvel um hann sem ‚barnið sitt‘ og segist hafa ‚orðið honum sem faðir‘. (Kól. 4:9; Fílem. 10–12) Onesímus hlýtur að hafa verið Páli til mikillar uppörvunar.a
21 Aðrir nutu líka góðs af fordæmi Páls. Hann skrifaði Filippímönnum: „Aðstæður mínar hafa í rauninni orðið fagnaðarboðskapnum til framdráttar. Það er orðið alkunnugt meðal lífvarðarsveitar keisarans og allra annarra að ég er í fjötrum vegna Krists. Flest bræðranna og systranna í þjónustu Drottins hafa styrkst vegna fjötra minna, orðið hugrakkari og boða orð Guðs óttalaust.“ – Fil. 1:12–14.
-
-
„Hann … vitnaði ítarlega“Vitnum ítarlega um ríki Guðs
-
-
25, 26. Hvaða spádóm hafði Páll séð rætast á innan við 30 árum og hvernig má líkja því við það sem hefur gerst á okkar tímum?
25 Postuli Krists í stofufangelsi boðar öllum sem koma til hans ríki Guðs – þannig lýkur spennandi frásögu Postulasögunnar með mjög hlýlegum hætti. Í fyrsta kaflanum lesum við um verkefnið sem Jesús fól fylgjendum sínum þegar hann sagði: „Þið fáið kraft þegar heilagur andi kemur yfir ykkur og þið verðið vottar mínir í Jerúsalem, í allri Júdeu og Samaríu og til endimarka jarðar.“ (Post. 1:8) Núna, innan við 30 árum síðar, er búið að boða ríki Guðs „allri sköpun undir himninum“.d (Kól. 1:23, neðanmáls) Hvílíkur vitnisburður um þann kraft sem andi Guðs býr yfir! – Sak. 4:6.
-