AÐ HEFJA SAMRÆÐUR
KAFLI 2
Vertu eðlilegur
Meginregla: „Hvað er betra en orð á réttum tíma!“ – Orðskv. 15:23.
Hvernig fór Filippus að?
1. Horfðu á MYNDBANDIÐ eða lestu Postulasöguna 8:30, 31. Hugleiddu síðan eftirfarandi spurningar:
Hvernig hóf Filippus samræðurnar?
Hvers vegna var þetta eðlileg leið til að hefja samræður og kenna manninum ný sannindi?
Hvað lærum við af Filippusi?
2. Ef við leyfum samræðunum að hafa sinn eðlilega gang er líklegra að viðmælandinn sé afslappaður og tilbúinn til að hlusta á boðskapinn.
Líkjum eftir Filippusi
3. Verum athugul. Svipbrigði fólks og líkamstjáning gefur margt til kynna. Lítur út fyrir að viðkomanda langi til að tala við þig? Þú gætir kynnt biblíusannindi með því að spyrja einfaldlega: „Vissirðu að …?“ Ekki reyna að þvinga fram samræður við einhvern sem vill ekki tala.
4. Verum þolinmóð. Ekki halda að þú þurfir strax að hefja umræður um Biblíuna. Bíddu eftir rétta augnablikinu svo að það gerist eðlilega. Stundum getur það þýtt að þú þurfir að bíða þar til þið hittist næst.
5. Verum sveigjanleg. Samtal getur tekið óvænta stefnu. Vertu því fús til að tala um eitthvað sem snertir viðmælandann persónulega þó svo að þú þurfir að ræða önnur biblíusannindi en þú hafðir í huga.