-
Frá hverjum getum við vænst ósvikins réttlætis?Varðturninn – 1989 | 1. júní
-
-
9. Hvers vegna var það vandasamt verk fyrir Pál að prédika við þessar aðstæður?
9 Hvernig brugðust slíkir heimspekingar við opinberri kennslu Páls? Þar eð hrokablandin forvitni var þá áberandi meðal Aþenumanna byrjuðu þessir heimspekingar að þrátta við Pál. Loks fóru þeir með hann til Areopagusar. Fyrir ofan markaðstorgið í Aþenu en fyrir neðan hina tígurlegu Akrópólishæð var klettahæð nefnd eftir stríðsguðinum Mars eða Aresi og því nefnd Marshæð eða Aresarhæð. Til forna var hún samkomustaður dómstóls eða ráðs. Það var því farið með Pál til dómstóls réttvísinnar sem ef til vill kom saman þar sem sást til hinnar mikilfenglegu Akrópólishæðar með sínu fræga Meyjarhofi, Parþenon, og öðrum musterum og styttum. Sumir halda að postulinn hafi verið í hættu staddur þar eð rómversk lög bönnuðu að komið væri fram með nýja guði. En jafnvel þótt Páll hafi verið tekinn til Areopagusar einfaldlega til að skýra trú sína eða láta á það reyna hvort hann væri hæfur kennari var það óárennilegur áheyrendahópur sem hann stóð frammi fyrir. Gat hann útlistað sinn mikilvæga boðskap án þess að gera áheyrendurna fráhverfa sér?
-
-
Frá hverjum getum við vænst ósvikins réttlætis?Varðturninn – 1989 | 1. júní
-
-
16 Meðan Páll beið þeirra í Aþenu, var honum mikil skapraun að sjá, að borgin var full af skurðgoðum. 17 Hann ræddi þá í samkundunni við Gyðinga og guðrækna menn, og hvern dag á torginu við þá, sem urðu á vegi hans. 18 En nokkrir heimspekingar, Epíkúringar og Stóumenn, áttu og í orðakasti við hann. Sögðu sumir: „Hvað mun skraffinnur sá hafa að flytja?“
-