-
„Aldrei hefur nokkur maður talað þannig“Varðturninn – 2002 | 1. október
-
-
6. Nefndu dæmi um einföld en innihaldsrík orð Jesú.
6 Jesús var yfirleitt gagnorður þannig að mál hans var einfalt en innihaldsríkt. Prentlistin var ekki komin til sögunnar en Jesús innprentaði áheyrendum sínum boðskapinn með ógleymanlegum hætti. Lítum á nokkur dæmi: „Enginn getur þjónað tveimur herrum. . . . Þér getið ekki þjónað Guði og mammón.“ „Dæmið ekki, svo að þér verðið ekki dæmdir.“ „Af ávöxtum þeirra skuluð þér . . . þekkja þá.“ „Ekki þurfa heilbrigðir læknis við, heldur þeir sem sjúkir eru.“ „Allir, sem sverði bregða, munu fyrir sverði falla.“ „Gjaldið keisaranum það, sem keisarans er, og Guði það, sem Guðs er.“ „Sælla er að gefa en þiggja.“c (Matteus 6:24; 7:1, 20; 9:12; 26:52; Markús 12:17; Postulasagan 20:35) Enn þann dag í dag er leikur einn að muna þessi kröftugu orð, næstum 2000 árum eftir að Jesús mælti þau.
-
-
„Aldrei hefur nokkur maður talað þannig“Varðturninn – 2002 | 1. október
-
-
c Síðasta dæmið, úr Postulasögunni 20:35, stendur ekki í guðspjöllunum þó að inntak þess sé að finna þar. Páll postuli er sá eini sem vitnar í þessi orð. Hugsanlegt er að hann hafi heyrt lærisvein hafa þau eftir Jesú eða heyrt þau af munni Jesú eftir upprisu hans, eða við guðlega opinberun. — Postulasagan 22:6-15; 1. Korintubréf 15:6, 8.
-