-
Að biðjast afsökunar – mikilvægt til að semja friðVarðturninn: Að biðjast afsökunar – mikilvægt til að semja frið
-
-
Páll postuli er annað dæmi um einhvern sem vissi hvenær hann átti að biðjast afsökunar. Eitt sinn þurfti hann að verja sig frammi fyrir Æðstaráði Gyðinga. Einlæg orð Páls fengu Ananías æðstaprest til að fyrirskipa að hann yrði sleginn á munninn. Þá sagði Páll: „Guð mun slá þig, þú hvítkalkaði veggur. Situr þú og dæmir mig samkvæmt lögunum en brýtur jafnframt lögin með því að skipa að ég skuli sleginn?“ Þegar áheyrendur sökuðu Pál um að smána æðstaprestinn játaði hann samstundis mistök sín og sagði: „Bræður, ég vissi ekki að hann væri æðstiprestur. Skrifað stendur: ,Þú skalt ekki tala niðrandi um leiðtoga þjóðar þinnar.‘“ – Postulasagan 23:1–5.
Það sem Páll sagði varðandi lögin, að sá sem væri dreginn fyrir dómara ætti ekki að sæta ofbeldi, var rétt. En hann baðst samt afsökunar fyrir að tala óafvitandi við æðstaprestinn á þann hátt sem gat virst sýna óvirðingu.a Afsökunarbeiðni Páls opnaði möguleikann á að Æðstaráðið hlustaði á það sem hann hafði að segja. Páll þekkti ágreininginn milli þeirra sem voru í ráðinu og sagðist vera fyrir rétti vegna trúar sinnar á upprisuna. Þetta varð til þess að menn rifust heiftarlega þar sem farísearnir stóðu með Páli. – Postulasagan 23:6–10.
-
-
Að biðjast afsökunar – mikilvægt til að semja friðVarðturninn: Að biðjast afsökunar – mikilvægt til að semja frið
-
-
a Hugsanlega þekkti Páll ekki æðstaprestinn vegna þess að hann hafði slæma sjón.
-