-
Guð auðsýnir kærleika sinn til okkarVarðturninn – 2011 | 15. júní
-
-
7, 8. Hvaða ólíku afleiðingar hafði lífsstefna tveggja fullkominna manna?
7 Í kærleika sínum gerði Jehóva ráðstafanir til þess að mennirnir gætu unnið bug á erfðasyndinni. Páll benti á að það væri gerlegt fyrir atbeina annars manns, fullkomins manns sem er eins konar síðari Adam. (1. Kor. 15:45) En lífsstefna þessara tveggja fullkomnu manna hefur haft afar ólíkar afleiðingar. Hvernig þá? — Lestu Rómverjabréfið 5:15, 16.
8 „Náðargjöf Guðs og falli Adams verður ekki jafnað saman,“ skrifaði Páll. Adam var brotlegur og hlaut réttilega sinn dóm — hann dó. En hann var ekki sá eini sem dó. Við lesum: „Einn maður féll og við það dóu allir.“ Réttlátur dómur Guðs yfir Adam kallaði á sams konar dóm yfir öllum ófullkomnum afkomendum hans, þeirra á meðal okkur. En það er hughreystandi til þess að vita að Jesús, sem var líka fullkominn, gat haft gagnstæð áhrif. Páll lýsir þeim þegar hann segir: „Svo verða allir sýknir og öðlast líf.“ — Rómv. 5:18.
9. Í Rómverjabréfinu 5:16, 18 segir að Guð sýkni fólk. Hvað merkir það?
9 Hvað merkja grísku orðin sem þýdd eru „sýknir“ og „sýknudómur“? Biblíuþýðandi skrifaði: „Þetta eru myndhvörf sem lýsa eins konar lögfræðilegu atriði. Talað er um breytingu á stöðu manns gagnvart Guði, ekki breytingu innra með manninum . . . Myndhvörfin lýsa Guði sem dómara sem hefur dæmt sakborningi í vil en hann hefur, ef svo má segja, verið leiddur fyrir dómstól Guðs ákærður um óréttlæti. En Guð sýknar sakborninginn.“
-
-
Guð auðsýnir kærleika sinn til okkarVarðturninn – 2011 | 15. júní
-
-
14, 15. Hvaða umbun áttu þeir í vændum sem Guð sýknaði en hvað þurftu þeir að gera eftir sem áður?
14 Hugsaðu þér hvílík gjöf það er að alvaldur Guð skuli fyrirgefa bæði þær syndir sem við fengum í arf og þær sem við drýgjum sjálf. Við höfum ekki tölu á þeim syndum sem fólk fremur áður en það gerist kristið en Guð getur samt fyrirgefið þær vegna lausnargjaldsins. Páll skrifaði: „Náðargjöfin er sýknudómur handa öllum sem brutu.“ (Rómv. 5:16) Postularnir og aðrir, sem fengu þessa kærleiksríku gjöf (að vera sýknaðir), urðu að halda áfram að tilbiðja hinn sanna Guð í trú. Hvaða umbun áttu þeir í vændum? „Þeir sem þiggja hina ómælanlegu gjöf náðar og sýknunar fá líf og ríki vegna hins eina, Jesú Krists.“ Sú gjöf að hljóta sýknun hefur allt önnur áhrif en synd Adams. Þessi gjöf hefur líf í för með sér. — Rómv. 5:17; lestu Lúkas 22:28-30.
-