KAFLI 10
Hvaða gagn getur þú haft af samkomum Votta Jehóva?
Hefur þér verið boðið á samkomu hjá Vottum Jehóva? Þú ert kannski dálítið kvíðinn að mæta ef þú hefur aldrei komið áður. Þú veltir kannski fyrir þér: „Hvernig fara þessar samkomur fram? Hvers vegna eru þær mikilvægar? Hvers vegna ætti ég að mæta?“ Í þessum kafla kemstu að því hvaða gagn þú hefur af því að sækja samkomur og hvernig þær geta hjálpað þér að nálgast Guð.
1. Hver er mikilvægasta ástæðan fyrir því að safnast saman?
Biblíuritari bendir á hver sé mikilvægasta ástæðan fyrir því að koma saman: „Ég vil lofa Jehóva í stórum söfnuði.“ (Sálmur 26:12) Vottar Jehóva njóta þess sömuleiðis að koma saman. Um allan heim hittast þeir í hverri viku til að lofa Guð, syngja og biðja saman. Nokkrum sinnum á ári halda þeir líka stærri mót.
2. Hvað lærirðu þegar þú kemur á samkomur?
Á samkomunum er lögð áhersla á að útskýra orð Guðs. (Lestu Nehemíabók 8:8.) Þar kynnistu Jehóva og dásamlegum eiginleikum hans. Þegar þú fræðist meira um kærleika hans til þín verðurðu nánari honum. Þú kemst líka að því hvernig hann getur hjálpað þér að eiga innihaldsríkt líf. – Jesaja 48:17, 18.
3. Hvernig geturðu notið góðs af félagsskap annarra á samkomunum?
Í orði Jehóva segir: „Berum umhyggju hvert fyrir öðru svo að við hvetjum hvert annað til kærleika og góðra verka. Vanrækjum ekki samkomur okkar.“ (Hebreabréfið 10:24, 25) Á samkomunum kynnumst við fólki sem er innilega annt hverju um annað og hefur áhuga á að læra meira um Guð rétt eins og þú. Þú færð uppörvun af því að heyra aðra tjá sig um trú sína. (Lestu Rómverjabréfið 1:11, 12.) Þú kynnist líka öðrum, bæði einhleypum og giftum, sem eru ánægðir þrátt fyrir ýmsa erfiðleika. Þetta eru aðeins nokkrar af ástæðunum fyrir því að Jehóva vill að við söfnumst saman reglulega.
KAFAÐU DÝPRA
Kynntu þér hvernig samkomur Votta Jehóva eru og hvers vegna það er þess virði að mæta á samkomur.
4. Samkomur Votta Jehóva
Frumkristnir menn komu reglulega saman til að tilbiðja Jehóva. (Rómverjabréfið 16:3–5) Lesið Kólossubréfið 3:16 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Hvernig tilbáðu frumkristnir menn Jehóva?
Nú á dögum koma vottarnir einnig reglulega saman til tilbeiðslu. Spilið MYNDBANDIÐ til að sjá hvernig samkomurnar fara fram. Skoðið síðan myndina af safnaðarsamkomu og ræðið eftirfarandi spurningar:
Hvað sástu líkt með því sem fer fram á samkomum og því sem þú last í Kólossubréfinu 3:16?
Tókstu eftir einhverju öðru varðandi samkomurnar, í myndbandinu eða á myndinni, sem höfðar til þín?
Lesið 2. Korintubréf 9:7 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Hvers vegna fer engin fjársöfnun fram á samkomum Votta Jehóva?
Skoðaðu með kennaranum þínum efnið sem verður farið yfir á samkomu í þessari viku.
Hvaða hluti samkomunnar höfðar mest til þín?
Vissir þú?
Á jw.org geturðu séð hvar og hvenær samkomur eru haldnar um allan heim.
Á samkomum okkar eru ræður, sýnidæmi og myndbönd. Samkomurnar byrja og enda með söng og bæn.
Í sumum dagskrárliðum er áheyrendum boðið að tjá sig.
Allir eru velkomnir – fjölskyldur, einhleypir, aldraðir og börn.
Það kostar ekkert inn á samkomurnar og engin fjársöfnun fer fram.
5. Það þarf að leggja eitthvað á sig til að sækja samkomur
Tökum fjölskyldu Jesú sem dæmi. Á hverju ári þurftu þau að ganga um 100 kílómetra leið um fjalllendi, frá Nasaret til Jerúsalem, til að komast í musterið. Lesið Lúkas 2:39–42 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:
Heldur þú að ferðalagið til Jerúsalem hafi verið auðvelt?
Hvers vegna gætir þú þurft að leggja eitthvað á þig til að sækja samkomur?
Heldurðu að það sé þess virði? Hvers vegna?
Í Biblíunni kemur fram að það sé mjög mikilvægt að koma saman til að tilbiðja Jehóva. Lesið Hebreabréfið 10:24, 25 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Hvers vegna ættum við að mæta reglulega á samkomur?
SUMIR SEGJA: „Maður þarf ekki að hitta aðra til að fræðast um Guð. Það er nóg að lesa Biblíuna bara heima hjá sér.“
Hvaða biblíuvers eða dæmi úr Biblíunni sýna hver skoðun Jehóva er?
SAMANTEKT
Á samkomum lærirðu meira um Jehóva, eignast nánara samband við hann og tilbiður hann með öðrum.
Upprifjun
Hvers vegna hvetur Jehóva okkur til að safnast saman?
Hvað lærirðu á samkomum Votta Jehóva?
Heldurðu að samkomurnar geti hjálpað þér á fleiri vegu?
KANNAÐU
Kvíðirðu fyrir að mæta á samkomur? Sjáðu hvernig maður sem leið þannig hreifst af samkomunum.
Taktu eftir hvernig ungur maður kunni að meta samkomurnar og hvað hann gerði til að halda áfram að sækja þær.
Lestu um hvað öðrum finnst um að sækja samkomur.
„Af hverju ætti ég að sækja samkomur í ríkissalnum?“ (Vefgrein)
Kynntu þér hvernig ofbeldisfullur maður í glæpagengi breytti lífi sínu eftir að hann sótti samkomu hjá Vottum Jehóva.
„Ég var alltaf með byssuna mína á mér“ (Grein úr Varðturninum)