-
Fyrirætlun Jehóva nær fram að gangaTilbiðjum hinn eina sanna Guð
-
-
Unaðslegt frelsi fram undan
11. Hvaða unaðslega frelsis munu menn njóta eftir þrenginguna miklu?
11 Eftir að illskan hefur verið upprætt af jörðinni í þrengingunni miklu og Harmagedónstríðinu verður Satan djöfullinn ekki lengur „guð þessarar aldar“. Dýrkendur Jehóva þurfa ekki lengur að berjast gegn illum áhrifum Satans. (2. Korintubréf 4:4; Opinberunarbókin 20:1, 2) Engin fölsk trúarbrögð verða til sem gefa ranga mynd af Jehóva eða sundra mannlegu samfélagi. Þjónar Guðs þurfa ekki lengur að búa við óréttlæti og arðrán af hendi yfirvalda. Það verður unaðslegt frelsi.
12. Hvernig verða allir leystir undan syndinni og áhrifum hennar?
12 Jesús, „Guðs lamb, sem ber synd heimsins“, mun nota andvirði fórnar sinnar til að þurrka út syndir mannkyns. (Jóhannes 1:29) Þegar Jesús var á jörð fyrirgaf hann manni syndir hans og sannaði það með því að lækna hann. (Matteus 9:1-7; 15:30, 31) Í hlutverki sínu sem himneskur konungur Guðsríkis mun hann sömuleiðis vinna það kraftaverk að lækna blinda, mállausa, heyrnarlausa, þá sem eru fatlaðir, eiga við geðræn vandamál að stríða eða eru haldnir öðrum sjúkdómum. (Opinberunarbókin 21:3, 4) „Lögmál syndarinnar“ verður að engu gert svo að hugsanir og verk hlýðinna þjóna Guðs verða sjálfum þeim og honum að skapi. (Rómverjabréfið 7:21-23) Þegar þúsund árin eru á enda verða þeir allir orðnir fullkomnir eftir mynd hins eina sanna Guðs, líkir honum. — 1. Mósebók 1:26.
13. Hvað gerir Kristur þegar þúsundáraríkið er á enda og af hverju?
13 Þegar Kristur hefur veitt mönnum fullkomleika afhendir hann föðurnum að nýju það umboð sem hann fékk til þessa hlutverks. „Hann selur ríkið Guði föður í hendur, er hann hefur að engu gjört sérhverja tign, sérhvert veldi og kraft. Því að honum ber að ríkja, uns hann leggur alla fjendurna undir fætur hans.“ (1. Korintubréf 15:24, 25) Þúsundáraríkið hefur náð tilgangi sínum í einu og öllu þannig að það er ekki lengur þörf á að þessi umboðsstjórn hafi milligöngu milli Jehóva og manna. Og þar sem synd og dauði verða liðin tíð og búið að endurleysa mannkynið er ekki lengur þörf fyrir Jesú sem lausnara. Í Biblíunni segir: „Þá mun og sonurinn sjálfur leggja sig undir þann, er lagði alla hluti undir hann, til þess að Guð sé allt í öllu.“ — 1. Korintubréf 15:28.
14. Hvað verða allir fullkomnir menn látnir gera og hvers vegna?
14 Eftir þetta verður fullkomnum mönnum gefið tækifæri til að sýna að þeir kjósi að þjóna hinum eina sanna Guði að eilífu. En áður en Jehóva tekur þá fullkomlega að sér sem börn sín lætur hann þá gangast undir lokapróf. Satan og illu öndunum verður sleppt úr undirdjúpinu. Það verður ekki til varanlegs tjóns fyrir nokkurn sem elskar Jehóva í sannleika. En þeir sem eru ekki trúir Guði heldur óhlýðnast honum verða afmáðir endanlega ásamt fyrsta uppreisnarseggnum og illu öndunum. — Opinberunarbókin 20:7-10.
15. Í hvaða stöðu verða allar vitibornar sköpunarverur Jehóva á nýjan leik?
15 Eftir þetta ættleiðir Jehóva sem börn sín alla fullkomna menn sem styðja drottinvald hans í lokaprófinu. Þaðan í frá njóta þeir að fullu dýrðarfrelsis Guðs barna og tilheyra alheimsfjölskyldu hans. Allar vitibornar sköpunarverur á himni og jörð verða aftur sameinaðar í tilbeiðslu á hinum eina sanna Guði. Fyrirætlun Jehóva hefur þá náð fullkomlega fram að ganga. Langar þig til að tilheyra þessari hamingjusömu og eilífu alheimsfjölskyldu? Þá hvetjum við þig til að hafa hugföst orðin í 1. Jóhannesarbréfi 2:17: „Heimurinn fyrirferst og fýsn hans, en sá, sem gjörir Guðs vilja, varir að eilífu.“
-
-
Fyrirætlun Jehóva nær fram að gangaTilbiðjum hinn eina sanna Guð
-
-
Unaðslegt frelsi fram undan
11. Hvaða unaðslega frelsis munu menn njóta eftir þrenginguna miklu?
11 Eftir að illskan hefur verið upprætt af jörðinni í þrengingunni miklu og Harmagedónstríðinu verður Satan djöfullinn ekki lengur „guð þessarar aldar“. Dýrkendur Jehóva þurfa ekki lengur að berjast gegn illum áhrifum Satans. (2. Korintubréf 4:4; Opinberunarbókin 20:1, 2) Engin fölsk trúarbrögð verða til sem gefa ranga mynd af Jehóva eða sundra mannlegu samfélagi. Þjónar Guðs þurfa ekki lengur að búa við óréttlæti og arðrán af hendi yfirvalda. Það verður unaðslegt frelsi.
12. Hvernig verða allir leystir undan syndinni og áhrifum hennar?
12 Jesús, „Guðs lamb, sem ber synd heimsins“, mun nota andvirði fórnar sinnar til að þurrka út syndir mannkyns. (Jóhannes 1:29) Þegar Jesús var á jörð fyrirgaf hann manni syndir hans og sannaði það með því að lækna hann. (Matteus 9:1-7; 15:30, 31) Í hlutverki sínu sem himneskur konungur Guðsríkis mun hann sömuleiðis vinna það kraftaverk að lækna blinda, mállausa, heyrnarlausa, þá sem eru fatlaðir, eiga við geðræn vandamál að stríða eða eru haldnir öðrum sjúkdómum. (Opinberunarbókin 21:3, 4) „Lögmál syndarinnar“ verður að engu gert svo að hugsanir og verk hlýðinna þjóna Guðs verða sjálfum þeim og honum að skapi. (Rómverjabréfið 7:21-23) Þegar þúsund árin eru á enda verða þeir allir orðnir fullkomnir eftir mynd hins eina sanna Guðs, líkir honum. — 1. Mósebók 1:26.
13. Hvað gerir Kristur þegar þúsundáraríkið er á enda og af hverju?
13 Þegar Kristur hefur veitt mönnum fullkomleika afhendir hann föðurnum að nýju það umboð sem hann fékk til þessa hlutverks. „Hann selur ríkið Guði föður í hendur, er hann hefur að engu gjört sérhverja tign, sérhvert veldi og kraft. Því að honum ber að ríkja, uns hann leggur alla fjendurna undir fætur hans.“ (1. Korintubréf 15:24, 25) Þúsundáraríkið hefur náð tilgangi sínum í einu og öllu þannig að það er ekki lengur þörf á að þessi umboðsstjórn hafi milligöngu milli Jehóva og manna. Og þar sem synd og dauði verða liðin tíð og búið að endurleysa mannkynið er ekki lengur þörf fyrir Jesú sem lausnara. Í Biblíunni segir: „Þá mun og sonurinn sjálfur leggja sig undir þann, er lagði alla hluti undir hann, til þess að Guð sé allt í öllu.“ — 1. Korintubréf 15:28.
14. Hvað verða allir fullkomnir menn látnir gera og hvers vegna?
14 Eftir þetta verður fullkomnum mönnum gefið tækifæri til að sýna að þeir kjósi að þjóna hinum eina sanna Guði að eilífu. En áður en Jehóva tekur þá fullkomlega að sér sem börn sín lætur hann þá gangast undir lokapróf. Satan og illu öndunum verður sleppt úr undirdjúpinu. Það verður ekki til varanlegs tjóns fyrir nokkurn sem elskar Jehóva í sannleika. En þeir sem eru ekki trúir Guði heldur óhlýðnast honum verða afmáðir endanlega ásamt fyrsta uppreisnarseggnum og illu öndunum. — Opinberunarbókin 20:7-10.
15. Í hvaða stöðu verða allar vitibornar sköpunarverur Jehóva á nýjan leik?
15 Eftir þetta ættleiðir Jehóva sem börn sín alla fullkomna menn sem styðja drottinvald hans í lokaprófinu. Þaðan í frá njóta þeir að fullu dýrðarfrelsis Guðs barna og tilheyra alheimsfjölskyldu hans. Allar vitibornar sköpunarverur á himni og jörð verða aftur sameinaðar í tilbeiðslu á hinum eina sanna Guði. Fyrirætlun Jehóva hefur þá náð fullkomlega fram að ganga. Langar þig til að tilheyra þessari hamingjusömu og eilífu alheimsfjölskyldu? Þá hvetjum við þig til að hafa hugföst orðin í 1. Jóhannesarbréfi 2:17: „Heimurinn fyrirferst og fýsn hans, en sá, sem gjörir Guðs vilja, varir að eilífu.“
-