-
Rómverjar heyra bestu fréttirnarVarðturninn – 1990 | 1. ágúst
-
-
Róm var miðdepill stjórnmálaveldis á dögum Páls. Því gaf Páll kristnum mönnum þessi viturlegu ráð: „Sérhver maður hlýði þeim yfirvöldum, sem hann er undirgefinn. Því ekki er neitt yfirvald til nema frá Guði.“ (Rómverjabréfið 13:1) Samskipti kristinna manna hver við annan tilheyra einnig því að lifa í samræmi við réttlætið. „Skuldið ekki neinum neitt,“ segir Páll, „nema það eitt að elska hver annan, því að sá, sem elskar náunga sinn, hefur uppfyllt lögmálið.“ — Rómverjabréfið 13:8.
-
-
Rómverjar heyra bestu fréttirnarVarðturninn – 1990 | 1. ágúst
-
-
[Rammi/Mynd á blaðsíðu 30]
„Ekki er neitt [veraldlegt] yfirvald til nema frá Guði.“ Þessi orð merkja ekki að Guð hafi skipað hvern einstakan valdhafa í embætti. Þau merkja að veraldlegir valdhafar standa einungis vegna þess að Guð leyfir það. Í mörgum tilvikum sá Guð fyrir og sagði fyrir um komu mennskra valdhafa og því voru þeir ‚skipaðir af Guði.‘ — Rómverjabréfið 13:1.
[Rammi/Mynd á blaðsíðu 31]
Kristnum mönnum er sagt: „Íklæðist . . . Drottni Jesú Kristi.“ Það merkir að þeir eigi að feta nákvæmlega í fótspor Jesú, líkja eftir honum með því að láta andleg mál en ekki holdleg ganga fyrir í lífi sínu og ekki ‚ala önn fyrir holdinu.‘ — Rómverjabréfið 13:14.
-