-
Safnaðaröldungar – samverkamenn að gleði okkarVarðturninn – 2013 | 15. janúar
-
-
6, 7. (a) Hvernig geta öldungar meðal annars líkt eftir Jesú, Páli og fleiri þjónum Guðs? (b) Af hverju gleðjum við trúsystkini með því að muna hvað þau heita?
6 Margir bræður og systur segja að þeim finnist ánægjulegt þegar öldungar sýni þeim umhyggju. Öldungar geta meðal annars gert það með því að líkja eftir Davíð, Elíhú og Jesú. (Lestu 2. Samúelsbók 9:6; Jobsbók 33:1; Lúkas 19:5.) Allir þessir þjónar Jehóva sýndu öðrum einlæga umhyggju með því að ávarpa þá með nafni. Páll gerði sér líka grein fyrir að það væri mikilvægt að muna eftir nöfnum trúsystkina og nota þau. Hann lýkur einu af bréfum sínum á því að nafngreina meira en 25 bræður og systur og senda þeim kveðjur. Meðal þeirra er Persis og kveðjan til hennar hljóðar svo: „Heilsið Persis, hinni elskuðu.“ – Rómv. 16:3-15.
-
-
Safnaðaröldungar – samverkamenn að gleði okkarVarðturninn – 2013 | 15. janúar
-
-
8. Hvernig líkti Páll eftir Jehóva og Jesú?
8 Páll sýndi öðrum líka umhyggju með því að hrósa þeim. Það er önnur mikilvæg leið til að gleðja trúsystkini sín. „Ég . . . er hreykinn af ykkur,“ sagði Páll í síðara bréfinu til safnaðarins í Korintu, sama bréfi og hann talaði um að hann langaði til að stuðla að gleði bræðra sinna og systra. (2. Kor. 7:4) Þetta hrós hlýtur að hafa yljað þeim um hjartarætur. Páll fer einnig lofsamlegum orðum um trúsystkini sín í öðrum söfnuðum. (Rómv. 1:8; Fil. 1:3-5; 1. Þess. 1:8) Eftir að hafa nefnt Persis í bréfinu til safnaðarins í Róm segir hann að hún hafi „starfað svo mikið í þjónustu Drottins“. (Rómv. 16:12) Þetta hlýtur að hafa verið sérlega uppörvandi fyrir þessa trúföstu systur. Með því að hrósa líkir Páll eftir fordæmi Jehóva og Jesú. – Lestu Markús 1:9-11; Jóhannes 1:47; Opinb. 2:2, 13, 19.
-