-
Hjálparstarf sem er Jehóva til heiðursRíki Guðs stjórnar
-
-
6. (a) Hvernig rökstyður Páll að hjálparstarf sé þáttur í tilbeiðslu okkar? (b) Lýstu hvernig hjálparstarfi okkar í heiminum er háttað. (Sjá yfirlitið „Þegar neyðarástand skapast“ á bls. 214.)
6 Páll sýndi kristnum mönnum í Korintu fram á hvers vegna hjálparstarf væri þáttur í þjónustu þeirra og tilbeiðslu á Jehóva. Hann rökstyður það þannig: Kristnir menn, sem vinna að hjálparstarfi, gera það vegna þess að þeir ‚fara eftir fagnaðarerindi Krists‘. (2. Kor. 9:13) Þeir hjálpa trúsystkinum vegna þess að þá langar til að breyta í samræmi við kenningar Krists. Páll segir að góðverk þeirra í þágu trúsystkina sinna séu í rauninni merki þess „hve ríkulega Guð hefur veitt [þeim] náð sína“. (2. Kor. 9:14; 1. Pét. 4:10) Í Varðturninum 1. desember 1975 var rætt um aðstoð við nauðstödd trúsystkini en hún er meðal annars fólgin í hjálparstarfi. Þar sagði réttilega: „Við skulum aldrei efast um að þess konar þjónusta er afar mikilvæg í augum Jehóva Guðs og sonar hans, Jesú Krists.“ Já, hjálparstarf er mikilvægur þáttur heilagrar þjónustu. – Rómv. 12:1, 7; 2. Kor. 8:7; Hebr. 13:16.
-
-
Hjálparstarf sem er Jehóva til heiðursRíki Guðs stjórnar
-
-
7, 8. Hvert er fyrsta markmiðið með hjálparstarfi okkar? Skýrðu svarið.
7 Hvaða markmið höfum við með hjálparstarfi okkar? Páll ræðir um það í síðara bréfinu til safnaðarins í Korintu. (Lestu 2. Korintubréf 9:11-15.) Í þessum versum bendir hann á þrjú meginmarkmið sem við náum með þeirri þjónustu sem við innum af hendi, það er að segja hjálparstarfinu. Skoðum þessi markmið hvert um sig.
8 Í fyrsta lagi er hjálparstarf okkar Jehóva til lofs. Taktu eftir hve oft Páll vekur athygli trúsystkina sinna á Jehóva Guði í þessum fimm versum sem vitnað er í hér að ofan. Hann minnir þá tvívegis á að ‚margir þakki Guði‘. (Vers 11, 12) Hann nefnir að hjálparstarfið verði til þess að kristnir menn ‚lofi Guð‘ og ‚sjái hve ríkulega Guð hafi veitt þeim náð sína‘. (Vers 13, 14) Og hann lýkur máli sínu um hjálparstarfið með orðunum: „Þökk sé Guði.“ – Vers 15; 1. Pét. 4:11.
9. Hvernig getur hjálparstarf okkar breytt afstöðu fólks? Nefndu dæmi.
9 Þjónar Jehóva nú á tímum líta á hjálparstarf sem tækifæri til að heiðra Jehóva og prýða kenningu hans, rétt eins og Páll gerði. (1. Kor. 10:31; Tít. 2:10) Hjálparstarf á oft töluverðan þátt í að eyða neikvæðni gagnvart Jehóva og vottum hans. Nefnum dæmi: Á svæði þar sem fellibylur hafði gengið yfir bjó kona sem hafði sett miða á hurðina hjá sér til að afþakka heimsóknir votta Jehóva. Dag nokkurn sá hún hjálparstarfsmenn vera að lagfæra hús handan götunnar. Dögum saman fylgdist hún með þessu vingjarnlega fólki og ákvað loks að spyrja hverjir þetta væru. Hún var steinhissa þegar hún uppgötvaði að sjálfboðaliðarnir voru vottar Jehóva. „Ég hef haft ykkur fyrir rangri sök,“ sagði hún. Þetta varð til þess að hún tók miðann af hurðinni.
-