-
Vinnur þú að því að ná kristnum þroska?Varðturninn – 2015 | 15. september
-
-
2 Fólk heldur áfram að vaxa og þroskast eftir að það vígist Jehóva og lætur skírast. Markmiðið er að verða fullþroska þjónn Guðs. Þroskinn, sem hér um ræðir, er ekki líkamlegur heldur er átt við trúarþroska. Páll postuli benti kristnum mönnum í Efesus á að þeir þyrftu að taka út slíkan þroska. Hann hvatti þá til að ,verða einhuga í trúnni og þekkingunni á syni Guðs, verða fullþroska og ná vaxtartakmarki Krists fyllingar‘. – Ef. 4:13.
3. Hvað er líkt með söfnuðinum í Efesus og söfnuðum þjóna Jehóva nú á dögum?
3 Söfnuðurinn í Efesus var nokkurra ára gamall þegar Páll skrifaði bréfið. Margir af lærisveinunum þar höfðu þá þegar náð góðum þroska í trúnni. En sumir áttu enn langt í land með að ná slíkum þroska. Staðan er svipuð meðal votta Jehóva nú á tímum. Margir bræður og systur hafa þjónað Guði árum saman og tekið út góðan trúarþroska. En það hafa auðvitað ekki allir náð því marki. Til dæmis skírast hundruð þúsunda nýrra lærisveina á hverju ári þannig að margir í söfnuðinum þurfa að vinna að því að þroskast í trúnni. Hvað um þig? – Kól. 2:6, 7.
-
-
Vinnur þú að því að ná kristnum þroska?Varðturninn – 2015 | 15. september
-
-
5 Þroskaður þjónn Jehóva reynir að haga lífi sínu eftir Kristi sem ,lét okkur eftir fyrirmynd til þess að við skyldum feta í fótspor hans‘. (1. Pét. 2:21) Hvað sagði Jesús að væri mikilvægast af öllu? Að elska Jehóva af öllu hjarta, sálu og huga og elska náungann eins og sjálfan sig. (Matt. 22:37-39) Þroskaður þjónn Jehóva reynir að lifa í samræmi við þessar leiðbeiningar. Hann hefur valið sér farveg í lífinu sem sýnir að hann leggur mest upp úr sambandinu við Jehóva og sýnir öðrum fórnfúsan kærleika.
-
-
Vinnur þú að því að ná kristnum þroska?Varðturninn – 2015 | 15. september
-
-
8. Hve góða þekkingu og skilning hafði Jesús á Biblíunni?
8 Jesús Kristur þekkti orð Guðs í þaula. Hann var ekki nema 12 ára gamall þegar hann ræddi biblíuleg mál við kennara í musterinu. „Alla, sem heyrðu til hans, furðaði stórum á skilningi hans og andsvörum.“ (Lúk. 2:46, 47) Síðar, eftir að hann hóf þjónustu sína, þaggaði hann niður í andstæðingum sínum með viðeigandi tilvitnunum í orð Guðs. – Matt. 22:41-46.
9. (a) Hvers konar námsvenjur þarf maður að tileinka sér til að þroskast í trúnni? (b) Hver er tilgangurinn með biblíunámi?
9 Þjónn Jehóva, sem vill þroskast í trúnni, lætur sér ekki nægja að hafa yfirborðslega biblíuþekkingu heldur líkir eftir Jesú. Hann gefur sér tíma að staðaldri til að sökkva sér niður í Biblíuna því að hann veit að „fasta fæðan er fyrir fullorðna“. (Hebr. 5:14) Þroskaður kristinn maður vill auðvitað kynnast syni Guðs náið. (Ef. 4:13) Ertu með frátekinn tíma daglega til að lesa í Biblíunni? Tekurðu þér tíma að staðaldri til að stunda sjálfsnám og gerirðu allt sem þú getur til að eiga vikulega námsstund með fjölskyldunni? Þegar þú kafar ofan í orð Guðs skaltu hafa augun opin fyrir meginreglum sem hjálpa þér að glöggva þig á hvernig Jehóva hugsar og lítur á málin. Reyndu síðan að fara eftir meginreglum Biblíunnar og fylgja þeim þegar þú tekur ákvarðanir. Þannig styrkirðu sambandið við Jehóva.
-