-
Veitið börnum nauðsynlega athygliVaknið! – 2005 | apríl
-
-
Reitið þau ekki til reiði
Dr. Robert Coles, kunnur kennari og sálfræðingur, sagði einu sinni: „Siðferðisvitundin þróast hjá barninu. Ég er þeirrar skoðunar að hún sé meðfædd og börnin þrái siðferðilega leiðsögn.“ Hver á að fullnægja þörfinni fyrir leiðsögn á þessu sviði?
Í Efesusbréfinu 6:4 segir: „Þér feður, reitið ekki börn yðar til reiði, heldur alið þau upp með aga og umvöndun Drottins.“ Tókstu eftir að í Biblíunni er sérstaklega lögð áhersla á að feður beri ábyrgðina á því að glæða með börnunum kærleika til Guðs og djúpa virðingu fyrir stöðlum hans? Í Efesusbréfinu 6:1 vísar Páll postuli bæði til föðurins og móðurinnar þegar hann segir börnunum að ‚hlýða foreldrum sínum‘.a
Sé faðirinn ekki til staðar verður móðirin auðvitað að axla ábyrgðina. Mörgum einstæðum mæðrum hefur heppnast vel að ala upp börn sín með aga og umvöndun Jehóva Guðs. En gangi móðirin í hjónaband á kristni eiginmaðurinn að fara með forystuna. Móðirin á að fylgja fúslega forystu hans við uppeldi og ögun barnanna.
Hvernig ferð þú að því að aga eða ala börnin upp án þess að ‚reita þau til reiði‘? Það eru ekki til neinar töfralausnir, sérstaklega þar sem börn eru svo ólík. Foreldrar verða þó að íhuga vel ögunaraðferðirnar og sýna börnunum ávallt kærleika og virðingu. Það er athyglisvert að í Kólossubréfinu 3:21 er endurtekið að það eigi ekki að reita börn til reiði. Þar eru feður aftur minntir á: „Þér feður, verið ekki vondir við börn yðar, svo að þau verði ekki ístöðulaus.“
Sumir foreldrar æpa og öskra á börnin sín. Það reitir án efa börnin til reiði. Í Biblíunni segir: „Látið hvers konar beiskju, ofsa, reiði, hávaða og lastmæli vera fjarlægt yður.“ (Efesusbréfið 4:31) Þar segir einnig að ,þjónn Drottins eigi ekki að eiga í ófriði, heldur eigi hann að vera ljúfur við alla‘. — 2. Tímóteusarbréf 2:24.
-
-
Veitið börnum nauðsynlega athygliVaknið! – 2005 | apríl
-
-
a Við þetta tækifæri notaði Páll gríska orðið goneuʹsin sem dregið er af goneusʹ og þýðir „foreldri“. En í fjórða versi notaði hann gríska orðið pateʹres sem þýðir „feður“.
-