Komdu auga á styrkleika annarra
Vandinn
Sjálfselska getur leitt til fordóma. Sá sem er sjálfelskur hefur of mikið álit á sjálfum sér. Hann lítur á sjálfan sig sem æðri öðrum og lítur niður á þá sem eru öðruvísi en hann. Hver sem er getur farið að hugsa þannig. Í Encyclopædia Britannica segir: „Flestum hópum finnst – að mismiklu marki – að þeirra lífsstíll, matur, klæðaburður, venjur, trú, gildi og svo framvegis séu betri en í öðrum hópum.“ Hvernig getum við forðast þennan ranga hugsunarhátt?
Meginregla
„Verið ... auðmjúk og lítið á aðra sem ykkur meiri.“ – FILIPPÍBRÉFIÐ 2:3.
Hvað merkir það? Til að varast að verða of stolt verðum við að rækta með okkur auðmýkt. Auðmýkt gerir okkur ljóst að aðrir eru betri en við á einhverjum sviðum. Enginn hópur hefur einkarétt á öllum góðum eiginleikum og hæfileikum.
Hugleiðum fordæmi Stefans. Hann ólst upp í kommúnistaríki en sigraðist á fordómum sínum gagnvart fólki frá löndum með annars konar stjórnarfar. Hann segir: „Mér finnst mikilvægt að maður líti á aðra sem sér meiri til að vinna á móti fordómum. Ég veit ekki allt. Ég get lært eitthvað af öllum.“
Það sem þú getur gert
Reyndu að sjá sjálfan þig í réttu ljósi og gera þér grein fyrir að þú gerir mistök. Viðurkenndu að aðrir eru sterkir á sviðum þar sem þú ert veikur. Gerðu ekki ráð fyrir að allir sem tilheyra ákveðnum hópi hafi sömu gallana.
Í stað þess að draga neikvæða ályktun um einhvern sem tilheyrir ákveðnum hópi skaltu spyrja þig:
Viðurkenndu að aðrir eru sterkir á sviðum þar sem þú ert veikur.
Eru eiginleikarnir sem mér líkar ekki við í fari hans slæmir eða eru þeir bara öðruvísi?
Gæti hann fundið galla í fari mínu?
Á hvaða sviðum er hann færari en ég?
Ef þú svarar þessum spurningum hreinskilnislega geturðu bæði sigrast á fordómunum sem þú hefur og fundið eitthvað sem þú ert hrifinn af í fari einstaklingsins.