-
Lærðu kristið siðferði og kenndu öðrumVarðturninn – 2002 | 1. ágúst
-
-
13. (a) Hvernig hjálpar Biblían okkur að stunda gott siðferði? (b) Endursegðu í stuttu máli leiðbeiningarnar í 1. Þessaloníkubréfi 4:3-7.
13 Siðferði okkar hefur líka áhrif á aðra. Það má sjá af dæmum í orði Guðs sem sýna fram á gildi þess að fara eftir siðferðisreglum hans og afleiðingarnar af því að brjóta þær. (1. Mósebók 39:1-9, 21; Jósúabók 7:1-25) Þú getur líka fundið þar hnitmiðaðar leiðbeiningar um siðferðismál eins og til dæmis þessar: „Það er vilji Guðs, að þér verðið heilagir. Hann vill, að þér haldið yður frá frillulífi, að sérhver yðar hafi vit á að halda líkama sínum í helgun og heiðri, en ekki í losta, eins og heiðingjarnir, er ekki þekkja Guð. Og enginn skyldi gjöra bróður sínum rangt til né blekkja hann í slíkum sökum. . . . Ekki kallaði Guð oss til saurlifnaðar, heldur helgunar.“ — 1. Þessaloníkubréf 4:3-7.
14. Um hvað gætirðu spurt þig varðandi ráðin í 1. Þessaloníkubréfi 4:3-7?
14 Næstum allir ættu að sjá af þessum ritningarstað að kynferðislegt siðleysi er brot á siðferðisreglum kristninnar. En þú getur kafað dýpra ofan í þessi orð. Sumir ritningartextar bjóða upp á talsverðar rannsóknir og hugleiðingar sem skila sér í dýpri skilningi. Þú gætir til dæmis ígrundað hvað Páll hafi átt við þegar hann sagði að með frillulífi eða saurlifnaði ‚geri maður bróður sínum rangt til eða blekki hann í slíkum sökum‘ eða, eins og Nýheimsþýðingin orðar það, ‚skaði bróður sinn og gangi á rétt hans.‘ Hvaða rétt er átt við og hvernig gætirðu fundið enn sterkari hvöt hjá þér til að fylgja siðferði kristninnar ef þú glöggvar þig á því? Hvernig gæti nákvæm athugun á því gert þig enn færari um að kenna öðrum og hjálpa þeim að heiðra Guð?
-
-
Lærðu kristið siðferði og kenndu öðrumVarðturninn – 2002 | 1. ágúst
-
-
16, 17. (a) Hvar geturðu fundið fróðlegar upplýsingar um réttinn sem nefndur er í 1. Þessaloníkubréfi 4:6? (b) Á hvaða hátt getur saurlífismaður gengið á rétt annarra?
16 Lítum nánar á dæmið hér á undan í 1. Þessaloníkubréfi 4:3-7. Varpað var fram spurningu varðandi rétt. Rétt hvers eða hverra er átt við og hvernig væri hægt að ganga á hann? Með hjálpartækjunum, sem minnst var á, geturðu sennilega fundið fjölda fræðandi skýringa við þessi vers og einnig réttinn sem Páll minnist á. Þú getur fundið skýringar í bókinni Insight on the Scriptures (Innsýnarbókinni), 1. bindi, bls. 863-4; bókinni Sannur friður og öryggi — hvernig?, bls. 148 og Varðturninum (enskri útgáfu), 15. nóvember 1989, bls. 31.
17 Þegar þú skoðar þessi rit kemstu að raun um hve satt og rétt það er sem Páll segir. Saurlífismaður syndgar gegn Guði og gerir sig berskjalda fyrir sjúkdómum. (1. Korintubréf 6:18, 19; Hebreabréfið 13:4) Maður sem fremur siðleysi gengur á ýmis réttindi konunnar sem hann syndgar með. Hann sviptir hana siðferðilegum hreinleika og góðri samvisku. Ef hún er einhleyp gengur hann á rétt hennar til að ganga í hjónaband sem hrein mey og á rétt væntanlegs eiginmanns hennar til að búast við að hún sé það. Hann særir foreldra konunnar, og jafnframt eiginmann hennar ef hún er gift. Hinn siðlausi spillir rétti fjölskyldu sinnar til að vera þekkt fyrir hreint siðferði. Ef hann tilheyrir kristna söfnuðinum kastar hann rýrð á hann og spillir mannorði hans. — 1. Korintubréf 5:1.
18. Hvaða gagn hefurðu af því að fræðast um kristið siðferði?
18 Dýpkar ekki skilningur þinn á versinu við þessar upplýsingar? Með verðmætu námi og rannsóknum af þessu tagi ertu að fræða sjálfan þig. Þú skilur betur sannleikann í boðskap Guðs og áhrif hans. Þú gerir þig einbeittari í því að halda siðferðisreglur kristninnar, hvernig sem þín kann að vera freistað. Og hugsaðu þér hve miklu betri kennari þú getur orðið! Þegar þú kennir öðrum sannleika Biblíunnar geturðu til dæmis varpað ljósi á 1. Þessaloníkubréf 4:3-7 þannig að þeir fái dýpri skilning og meiri mætur á siðferði kristninnar. Þannig geturðu með námi þínu hjálpað bæði sjálfum þér og mörgum fleiri til að heiðra Guð. Og við höfum aðeins minnst á eitt dæmi úr bréfi Páls til Þessaloníkumanna. Hið kristna siðferði á sér margar fleiri hliðar, og það eru mörg fleiri dæmi og ráðleggingar í Biblíunni sem þú getur kynnt þér, farið eftir og kennt öðrum.
-