KAFLI 42
Hvað segir Biblían um einhleypi og hjónaband?
Í sumum menningarsamfélögum er sagt að fólk geti ekki verið hamingjusamt nema það gifti sig. En það eru ekki allir hamingjusamir þó að þeir séu giftir og það eru ekki allir einhleypir óhamingjusamir. Biblían talar bæði um einhleypi og hjónaband sem gjafir frá Jehóva.
1. Hvaða gagn er af því að vera einhleypur?
Í Biblíunni segir: „Þannig gerir sá vel sem giftist en hinn gerir betur sem giftist ekki.“ (Lestu 1. Korintubréf 7:32, 33, 38.) Hvernig ‚gerir sá betur‘ sem er einhleypur? Þeir sem eru einhleypir þurfa ekki að sinna þörfum maka og hafa þess vegna oftast meira frelsi. Sumir geta til dæmis aukið þjónustu sína á spennandi vegu, eins og að ferðast til annars lands til að boða fagnaðarboðskapinn. Og umfram allt geta þeir varið meiri tíma í að rækta sambandið við Jehóva.
2. Hvaða gagn er af því að vera löglega giftur?
Það hefur marga kosti að vera giftur, rétt eins og að vera einhleypur. „Betri eru tveir en einn,“ segir í Biblíunni. (Prédikarinn 4:9) Það á sérstaklega við um þá sem fara eftir meginreglum Biblíunnar í hjónabandinu. Hjón sem eru löglega gift hafa lofað að elska, virða og annast hvort annað. Þar af leiðandi finna þau oft til meira öryggis en par sem býr í óvígðri sambúð. Og börnin verða líka öruggari.
3. Hvernig lítur Jehóva á hjónabandið?
Þegar Jehóva gaf fyrstu hjónin saman sagði hann: „Af þeirri ástæðum yfirgefur maður föður sinn og móður og binst konu sinni.“ (1. Mósebók 2:24) Jehóva vill að hjón bindist hvort öðru og elski hvort annað eins lengi og þau lifa. Hann leyfir hjónaskilnað aðeins ef maki hefur haldið fram hjá. Þá gefur Jehóva saklausa makanum leyfi til að ákveða hvort hann vill skilnað.a (Matteus 19:9) Jehóva leyfir þjónum sínum ekki að eiga fleiri en einn maka. – 1. Tímóteusarbréf 3:2.
KAFAÐU DÝPRA
Sjáðu hvernig þú getur verið hamingjusamur og glatt Jehóva hvort sem þú ert einhleypur eða giftur.
4. Nýttu þér aðstæður þínar vel sem einhleypur
Jesús leit á það sem gjöf að vera einhleypur. (Matteus 19:11, 12) Lesið Matteus 4:23 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Hvernig notaði Jesús aðstæður sínar sem einhleypur til að þjóna föður sínum og hjálpa öðrum?
Þjónar Guðs geta nýtt sér það að vera einhleypir rétt eins og Jesús gerði. Spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Hvernig geta einhleypir notað aðstæður sínar vel?
Vissir þú?
Biblían setur ekkert aldurstakmark á það að gifta sig. En hún hvetur fólk til að bíða þar til „æskublóminn er liðinn hjá“, eða sá tími sem sterkar kynferðislegar langanir geta brenglað dómgreind ungs fólks. – 1. Korintubréf 7:36.
5. Vertu skynsamur þegar þú velur þér maka
Að velja sér maka er ein mikilvægasta ákvörðun lífsins. Lesið Matteus 19:4–6, 9 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Hvers vegna ætti maður ekki að flýta sér að gifta sig?
Biblían getur hjálpað þér að vita hverju þú eigir að leita að í fari tilvonandi maka. Umfram allt skaltu leita þér að maka sem elskar Jehóva.b Lesið 1. Korintubréf 7:39 og 2. Korintubréf 6:14. Ræðið síðan eftirfarandi spurningar:
Hvers vegna ættum við bara að giftast einhverjum sem þjónar Jehóva?
Hvað heldurðu að Jehóva myndi finnast ef við giftumst einhverjum sem elskar hann ekki?
6. Líttu hjónabandið sömu augum og Jehóva
Í Ísrael til forna skildu sumir menn við konur sínar af eigingjörnum ástæðum. Lesið Malakí 2:13, 14, 16 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Hvers vegna hatar Jehóva það þegar hjón skilja af óbiblíulegum ástæðum?
Spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Hvað geturðu gert til að stuðla að farsælu hjónabandi ef þú átt maka sem er ekki í trúnni?
7. Fylgdu mælikvarða Jehóva í hjónabandinu
Það getur kostað átak að fylgja mælikvarða Jehóva á hjónabandið.c En Jehóva blessar þá sem gera það. Spilið MYNDBANDIÐ.
Lesið Hebreabréfið 13:4 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:
Finnst þér mælikvarði Jehóva á hjónabandið sanngjarn? Hvers vegna?
Í flestum löndum gera yfirvöld kröfu um að skrásetja hjónabönd og skilnaði, og Jehóva ætlast til að við förum eftir því. Lesið Títusarbréfið 3:1 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Ef þú ert giftur, ertu þá viss um að hjónabandið sé lögskráð?
EINHVER GÆTI SPURT: „Hvers vegna þarf að gifta sig? Getur par ekki bara búið saman?“
Hvernig myndir þú svara því?
SAMANTEKT
Bæði þeir sem eru einhleypir og þeir sem eru giftir geta átt ánægjulegt og innihaldsríkt líf ef þeir lifa í samræmi við vilja Jehóva.
Upprifjun
Hvernig geta einhleypir nýtt aðstæður sínar vel?
Hvers vegna segir Biblían að við ættum aðeins að giftast einhverjum sem þjónar Jehóva?
Hver er eina biblíulega ástæðan fyrir skilnaði?
KANNAÐU
Hvað þýðir það að giftast ‚aðeins þeim sem þjónar Drottni‘?
Horfðu á tvo leikþætti sem geta hjálpað þér að taka góðar ákvarðanir í sambandi við tilhugalíf og hjónaband.
Kynntu þér hvers vegna bróður nokkrum finnst það sem Jehóva hefur gefið honum miklu dýrmætara en það sem hann fórnaði.
Hvað ætti að hugleiða áður en maður hugsar um að skilja eða slíta samvistum?
„Virðum ‚það sem Guð hefur tengt saman‘“ (Varðturninn desember 2018)
a Sjá aftanmálsgrein 4 um samvistaslit þegar maki hefur ekki haldið fram hjá.
b Í sumum menningarsamfélögum velja foreldrar maka fyrir börn sín. Þar sem það er venjan hugsa foreldrar sem er annt um börnin sín ekki fyrst og fremst um efnahag eða þjóðfélagsstöðu hjá væntanlegum maka heldur hvort hann elskar Jehóva.
c Það er persónuleg ákvörðun hvort þú slítir sambandinu eða giftir þig ef þú ert í óvígðri sambúð.