Kennið frá blautu barnsbeini
RANNSÓKNIR gefa til kynna að „fóstur sýni lífeðlisfræðileg viðbrögð við mannsröddum.“ Vísindamenn við University of North Carolina í Bandaríkjunum „uppgötvuðu að þegar mæður lásu fyrir börn sín í móðurkviði sýndu þau viðbrögð þegar sami texti var lesinn fyrir þau aftur eftir fæðingu,“ að sögn blaðsins Winnipeg Free Press. Þegar barnshafandi kona les upphátt getur það stuðlað að því að innræta barninu góð siðferðisgildi. Biblían segir að Tímóteus hafi ‚þekkt heilagar ritningar frá blautu barnsbeini.‘ (2. Tímóteusarbréf 3:14, 15) Ljóst er að móðir hans og amma gerðu sér grein fyrir gildi þess að kenna honum frá blautu barnsbeini sem að öllum líkindum fól í sér upplestur.
Lestur er „öflugasta kunnátta sem við ráðum yfir í nútímaþjóðfélagi,“ að því er rithöfundurinn Jim Trelease segir. Orðaforði og málfærni eykst við upplestur.
Það er viturlegt að byrja að lesa upphátt fyrir barnið um leið og þú byrjar að tala við það. Jafnvel þótt hið ófædda eða nýfædda barn skilji ekki í byrjun það sem þú segir eru hugsanleg langtímaáhrif vel þess virði. Orðskviðirnir 22:6 segja: „Fræð þú sveininn um veginn, sem hann á að halda, og á gamals aldri mun hann ekki af honum víkja.“
Hvað er hægt að lesa bæði til gagns og gamans? Lestu Biblíuna upphátt fyrir barn þitt daglega. Lestu líka annað gott lesefni svo sem Hlýðum á kennarann mikla, Biblíusögubókina mína og greinar í tímaritunum Varðturninum og Vaknið!
Það tekur vissulega tíma að gefa af sér með þessum hætti en þeim tíma er vel varið. Þannig geturðu sýnt á áþreifanlegan hátt að þér sé annt um barn þitt og þú elskir það.