-
Sérðu „hinn ósýnilega“?Varðturninn – 2014 | 15. apríl
-
-
10. (a) Hvaða fyrirmæli gaf Jehóva Ísraelsmönnum í mánuðinum nísan árið 1513 f.Kr.? (b) Hvers vegna gerði Móse eins og Jehóva bauð honum?
10 Í mánuðinum nísan árið 1513 f.Kr. sagði Jehóva þeim Móse og Aroni að flytja Ísraelsmönnum óvenjuleg fyrirmæli. Þeir áttu að velja heilbrigt hrútlamb eða hafurkið, slátra því og bera dálítið af blóðinu á dyrastafina. (2. Mós. 12:3-7) Hvernig brást Móse við? Páll postuli skrifaði síðar um hann: „Fyrir trú hélt hann páska og lét rjóða blóðinu á húsin til þess að eyðandinn snerti ekki frumburðina.“ (Hebr. 11:28) Móse vissi að Jehóva myndi standa við orð sín og að allir frumburðir Egypta myndu deyja eins og hann hafði sagt.
11. Hvers vegna varaði Móse meðbræður sína við hættunni?
11 Synir Móse munu hafa verið í Midían á þeim tíma, fjarri ,eyðandanum‘.a (2. Mós. 18:1-6) Móse fylgdi engu að síður fyrirmælum Jehóva og flutti ísraelskum fjölskyldum þau boð að frumburðir þeirra væru í lífshættu. Mannslíf voru í húfi og Móse elskaði meðbræður sína. Í Biblíunni segir: „Þá stefndi Móse öllum öldungum Ísraels saman og sagði við þá: ... ,Sækið fé fyrir ættbálka ykkar og slátrið síðan páskalambinu‘.“ – 2. Mós. 12:21.
12. Hvaða mikilvæga boðskap hefur Jehóva sagt okkur að flytja fólki?
12 Undir handleiðslu engla flytja þjónar Jehóva fólki mikilvægan boðskap: „Óttist Guð og gefið honum dýrðina. Stundin er komin er hann kveður upp dóm sinn. Tilbiðjið þann sem hefur gert himininn og jörðina og hafið og uppsprettur vatnanna.“ (Opinb. 14:7) Við eigum að boða þennan boðskap núna. Við verðum að hvetja fólk til að forða sér úr Babýlon hinni miklu til að það ,hreppi ekki plágur hennar‘. (Opinb. 18:4) ,Aðrir sauðir‘ starfa með hinum andasmurðu og biðja þá sem þekkja ekki Guð að ,sættast við hann‘. – Jóh. 10:16; 2. Kor. 5:20.
13. Hvernig geturðu styrkt löngunina til að boða fagnaðarerindið?
13 Við erum sannfærð um að stundin sé komin þegar Jehóva „kveður upp dóm sinn“. Við trúum líka að Jehóva sé ekki að ýkja þegar hann segir að það sé áríðandi að boða fagnaðarerindið og kenna fólki. Jóhannes postuli sá í sýn „fjóra engla er stóðu á fjórum skautum jarðarinnar. Þeir héldu fjórum vindum jarðarinnar“. (Opinb. 7:1) Sérð þú með augum trúarinnar að englarnir eru reiðubúnir að sleppa lausum þessum vindum eyðingarinnar svo að þrengingin mikla bresti á? Ef þú gerir það geturðu boðað fagnaðarerindið með djörfung.
-
-
Sérðu „hinn ósýnilega“?Varðturninn – 2014 | 15. apríl
-
-
a Jehóva sendi engla til að fullnægja dómi yfir Egyptum. – Sálm. 78:49-51, NW.
-