-
Verum undirgefin hirðum safnaðarinsVarðturninn – 2007 | 1. júní
-
-
7. Hvaða viðhorf hvatti Páll postuli okkur til að hafa til kristinna umsjónarmanna?
7 Hirðar okkar á himnum, Jehóva Guð og Jesús Kristur, ætlast til þess að við séum hlýðin og undirgefin undirhirðunum sem þeir hafa skipað í ábyrgðarstöður í söfnuðinum. (1. Pétursbréf 5:5) Páll postuli skrifaði undir innblæstri: „Verið minnugir leiðtoga yðar, sem Guðs orð hafa til yðar talað. Virðið fyrir yður, hvernig ævi þeirra lauk, og líkið eftir trú þeirra. Hlýðið leiðtogum yðar og verið þeim eftirlátir. Þeir vaka yfir sálum yðar og eiga að lúka reikning fyrir þær. Verið þeim eftirlátir til þess að þeir geti gjört það með gleði, ekki andvarpandi. Það væri yður til ógagns.“ — Hebreabréfið 13:7, 17.
8. Hvað erum við hvött til að ‚virða fyrir okkur‘ og hvað felst í orðinu sem er þýtt „hlýðið“?
8 Taktu eftir að Páll hvetur okkur til að ‚virða fyrir okkur‘ ævi trúfastra öldunga og líkja eftir trú þeirra. Hann minnir okkur einnig á að vera hlýðin og fylgja leiðsögn þeirra. Biblíufræðingurinn R. T. France segir að frumgríska orðið, sem þýtt er „hlýðið“, sé ekki „sama orð og sé venjulega notað um hlýðni heldur þýði bókstaflega að ‚láta sannfærast‘ og gefi í skyn að fylgja forystu þeirra fúslega“. Við hlýðum öldungunum ekki aðeins vegna þess að okkur er sagt að gera það í orði Guðs heldur líka vegna þess að við erum sannfærð um að þeir beri hagsmuni Guðsríkis og okkar fyrir brjósti. Það er okkur til gæfu að fylgja forystu þeirra fúslega.
9. Af hverju verðum við bæði að vera undirgefin og hlýðin?
9 En hvað ef við erum ekki sannfærð um að leiðbeiningar öldunganna í ákveðnu tilfelli séu skynsamlegar? Þá skiptir miklu máli að við séum undirgefin. Það er auðvelt að hlýða þegar allt liggur í augum uppi og við erum sammála. En við sýnum sanna undirgefni með því að fara að ráðum öldunganna jafnvel þótt við skiljum þau ekki sjálf. Pétur, sem síðar varð postuli, sýndi þess konar undirgefni. — Lúkas 5:4, 5.
-
-
Verum undirgefin hirðum safnaðarinsVarðturninn – 2007 | 1. júní
-
-
12. Hvernig vaka öldungarnir yfir sálum okkar?
12 Önnur ástæða fyrir því að við ættum að vera umsjónarmönnum safnaðarins undirgefin er að þeir „vaka yfir sálum [okkar]“. Ef þeir verða varir við viðhorf hjá okkur eða hegðun, sem gæti stofnað trú okkar í voða, eru þeir skjótir til að veita nauðsynleg ráð til að hjálpa okkur. (Galatabréfið 6:1) Gríska orðið, sem þýtt er „vaka yfir“, merkir bókstaflega „að neita sér um svefn“. Biblíufræðingur segir að orðið „lýsi stöðugri árvekni fjárhirðis“. Auk þess að halda andlegri árvekni sinni gætu öldungar jafnvel haft svo miklar áhyggjur af andlegri velferð okkar að það héldi fyrir þeim vöku. Ættum við ekki að vinna fúslega með þessum kærleiksríku undirhirðum, sem leggja sig alla fram um að líkja eftir umhyggju Jesú, ‚hins mikla hirðis sauðanna‘? — Hebreabréfið 13:20.
13. Hverjum þurfa umsjónarmenn og allir kristnir menn að lúka reikning og hvernig gera þeir það?
13 Þriðja ástæðan fyrir því að við ættum að vinna fúslega með umsjónarmönnunum er að þeir eiga að „lúka reikning fyrir“ sálir okkar. Þeir eru minnugir þess að þeir eru undirhirðar og þjóna undir forystu hirðanna á himnum, Jehóva Guðs og Jesú Krists. (Esekíel 34:22-24) Jehóva er eigandi sauðanna sem „hann keypti með blóði sonar síns“ og hann lætur útnefnda umsjónarmenn svara fyrir það hvernig þeir koma fram við hjörðina, en það ættu þeir að gera af mildi. (Postulasagan 20:28, 29, NW) En við þurfum líka, hvert og eitt, að svara Jehóva fyrir það hvernig við bregðumst við leiðbeiningum hans. (Rómverjabréfið 14:10-12) Þegar við hlýðum öldungunum sýnum við undirgefni okkar við Krist, höfuð safnaðarins. — Kólossubréfið 2:19.
14. Hvað gæti orðið til þess að öldungarnir ‚andvörpuðu‘ og hvaða afleiðingar hefði það?
14 Páll nefndi fjórðu ástæðuna fyrir því að við ættum að vera umsjónarmönnum safnaðarins undirgefin. Hann skrifaði: „Til þess að þeir geti gjört það með gleði, ekki andvarpandi. Það væri yður til ógagns.“ (Hebreabréfið 13:17) Öldungarnir hafa mörgum skyldum að gegna því að þeir bera ábyrgð á því að kenna, sinna hjarðgæslu, taka forystu í prédikunarstarfinu, annast fjölskyldu sína og taka á vandamálum í söfnuðinum. (2. Korintubréf 11:28, 29) Ef við erum ósamvinnuþýð gerum við þeim erfiðara fyrir og þá myndu þeir sinna skyldum sínum „andvarpandi“. Þannig gætum við kallað yfir okkur vanþóknun Jehóva en það væri skaðlegt fyrir okkur. En þegar við sýnum viðeigandi virðingu og erum undirgefin geta öldungarnir sinnt verkefnum sínum með gleði og það stuðlar að einingu og ánægjulegri þátttöku í boðunarstarfinu. — Rómverjabréfið 15:5, 6.
-