-
Jehóva er sanngjarn!Varðturninn – 1995 | 1. febrúar
-
-
Sanngirni einkennir visku Guðs
6. Hvað merkir gríska orðið bókstaflega sem Jakob notaði til að lýsa visku Guðs og hvað gefur það í skyn?
6 Lærisveinninn Jakob notaði athyglisvert orð til að lýsa visku þessa frábærlega sveigjanlega Guðs. Hann skrifaði: „Viskan að ofan er . . . sanngjörn.“ (Jakobsbréfið 3:17, NW) Gríska orðið epieikesʹ, sem er notað hér, er vandþýtt. Þýðendur hafa notað orð svo sem „blíð,“ „vægin,“ „umburðarlynd“ og „tillitssöm.“ Nýheimsþýðingin þýðir það „sanngjörn“ með neðanmálsathugasemd þar sem kemur fram að það merki bókstaflega „eftirgefanleg.“a Orðið gefur líka í skyn þá hugmynd að heimta ekki að bókstaf laganna sé fylgt til hins ýtrasta og vera ekki óþarflega strangur eða hörkulegur. Fræðimaðurinn William Barclay segir í New Testament Words: „Grundvöllurinn og kjarninn í epieikeia er sá að það á upptök sín hjá Guði. Hvar værum við stödd ef Guð stæði fastur á rétti sínum, ef Guð færi aðeins með okkur í samræmi við strangasta bókstaf laganna? Guð er frábærasta dæmið um þann sem er epieikēs og kemur fram við aðra með epieikeia.“
7. Hvernig sýndi Jehóva sanngirni í Edengarðinum?
7 Íhugum tímann þegar mannkynið gerði uppreisn gegn drottinvaldi Jehóva. Það hefði verið svo auðvelt fyrir Guð að lífláta þessa þrjá vanþakklátu uppreisnarseggi — Adam, Evu og Satan! Hann hefði sparað sér margar sorgir með því. Og hver hefði getað véfengt rétt hans til að framfylgja svona strangri réttvísi? En Jehóva lætur himneskt skipulag sitt, sem líkist stríðsvagni, aldrei festast í einhverri, stífri og ósveigjanlegri réttvísi. Þessi stríðsvagn ók því ekki miskunnarlaust yfir mannkynið og tróð niður alla möguleika þess á hamingjuríkri framtíð. Þvert á móti stýrði Jehóva stríðsvagni sínum með eldingarhraða. Strax eftir uppreisnina opinberaði Jehóva Guð langtímatilgang sem bauð öllum afkomendum Adams miskunn og von. — 1. Mósebók 3:15.
8. (a) Hvernig er misskilin sanngirni kristna heimsins gerólík ósvikinni sanngirni Jehóva? (b) Af hverju getum við sagt að sanngirni Jehóva gefi ekki í skyn að hann geti slakað á meginreglum sínum?
8 Sanngirni Jehóva gefur þó ekki í skyn að hann geti slakað á meginreglum sínum. Kirkjur kristna heimsins halda kannski nú orðið að þær séu sanngjarnar þegar þær látast ekki sjá siðleysi. Þannig vilja þær vinna sér hylli vegvilltra sóknarbarna sinna. (Samanber 2. Tímóteusarbréf 4:3.) Jehóva brýtur aldrei lög sín og slakar aldrei á meginreglum sínum. Hann sýnir sig öllu heldur fúsan til að vera sveigjanlegur, lagar sig að aðstæðum, þannig að hægt sé að beita þessum meginreglum bæði með réttvísi og miskunn. Hann gætir þess alltaf að fara milliveginn milli réttvísi sinnar og máttar annars vegar, og kærleika síns og sanngjarnrar visku hins vegar. Við skulum virða fyrir okkur hvernig Jehóva sýnir sanngirni sína með þrennum hætti.
„Fús til að fyrirgefa“
9, 10. (a) Hvernig er ‚fúsleiki til að fyrirgefa‘ tengdur sanngirni? (b) Hvernig naut Davíð góðs af fúsleika Jehóva til að fyrirgefa og hvers vegna?
9 Davíð skrifaði: „Þú, [Jehóva], ert góður og fús til að fyrirgefa, gæskuríkur öllum þeim er ákalla þig.“ (Sálmur 86:5) Þegar Hebresku ritningarnar voru þýddar á grísku var orðið, sem þýðir „fús til að fyrirgefa,“ þýtt epieikesʹ eða „sanngjarn.“ Að vera fús til að fyrirgefa og sýna miskunn er kannski mikilvægasta leiðin til að sýna sanngirni.
10 Davíð skildi mætavel hve sanngjarn Jehóva er að þessu leyti. Þegar hann framdi hjúskaparbrot með Batsebu og bjó svo um hnútana að maður hennar yrði drepinn, áttu bæði hann og Batseba dauðarefsingu yfir höfði sér. (5. Mósebók 22:22; 2. Samúelsbók 11:2-27) Ef ósveigjanlegir, mennskir dómarar hefðu dæmt í málinu hefðu þau kannski bæði verið tekin af lífi. En Jehóva sýndi sanngirni (epieikesʹ) sem, eins og Vine’s Expository Dictionary of Biblical Words útskýrir, „tjáir þá tillitssemi að horfa ‚með mannúð og sanngirni á málsatvik.‘“ Staðreyndirnar, sem höfðu áhrif á miskunnsama ákvörðun Jehóva, hafa líklega verið meðal annars einlæg iðrun syndaranna og sú miskunn sem Davíð hafði sjálfur sýnt öðrum áður. (1. Samúelsbók 24:4-6; 25:32-35; 26:7-11; Matteus 5:7; Jakobsbréfið 2:13) En í samræmi við lýsingu Jehóva á sjálfum sér í 2. Mósebók 34:4-7 var sanngjarnt að Jehóva leiðrétti Davíð. Hann sendi spámanninn Natan til Davíðs með alvarleg skilaboð og minnti Davíð á þá staðreynd að hann hefði fyrirlitið orð Jehóva. Davíð iðraðist og dó því ekki fyrir synd sína. — 2. Samúelsbók 12:1-14.
-
-
Jehóva er sanngjarn!Varðturninn – 1995 | 1. febrúar
-
-
a Árið 1769 skilgreindi orðabókarhöfundurinn John Parkhurst orðið sem „eftirgefanlegur, með eftirgefanlegt lunderni, blíður, mildur, þolinmóður.“ Aðrir fræðimenn hafa líka nefnt „eftirgefanlegur“ sem skilgreiningu.
-