-
Viturleg ráð til hjónaVarðturninn – 2005 | 1. apríl
-
-
15, 16. Hvers konar hegðun gæti unnið vantrúaðan eiginmann?
15 Hvers konar hegðun gæti unnið eiginmann? Það er í rauninni hegðun sem kristnum konum er eðlislægt að rækta með sér. Pétur segir: „Skart yðar sé ekki ytra skart, hárgreiðslur, gullskraut og viðhafnarbúningur, heldur sé það hinn huldi maður hjartans í óforgengilegum búningi hógværs og kyrrláts anda. Það er dýrmætt í augum Guðs. Þannig skreyttu sig einnig forðum hinar helgu konur, er settu von sína til Guðs. Þær voru eiginmönnum sínum undirgefnar, eins og Sara hlýddi Abraham og kallaði hann herra. Og börn hennar eruð þér orðnar, er þér hegðið yður vel og látið ekkert skelfa yður.“ — 1. Pétursbréf 3:3-6.
-
-
Viturleg ráð til hjónaVarðturninn – 2005 | 1. apríl
-
-
17. Hvaða góða fordæmi gefur Sara kristnum eiginkonum?
17 Sara er nefnd sem fyrirmynd og hún er gott fordæmi fyrir kristnar konur, hvort sem eiginmenn þeirra eru í trúnni eða ekki. Sara leit tvímælalaust á Abraham sem höfuð sitt. Hún kallaði hann meira að segja „herra“ í hjarta sér. En það gerði engan veginn lítið úr henni. Hún var greinilega andlega sterk kona og hafði óbifanlega trú á Jehóva. Hún er í hópi þeirra „fjölda votta“ sem hefur gefið okkur gott fordæmi og trúfesti þeirra ætti að hvetja okkur til að ‚þreyta þolgóð skeið það sem við eigum fram undan‘. (Hebreabréfið 11:11; 12:1) Það er ekki lítillækkandi fyrir kristna konu að líkja eftir Söru.
-