-
Haldið áfram að ganga í ljósi GuðsVarðturninn – 1987 | 1. febrúar
-
-
8, 9. (a) Á hvaða grundvelli fyrirgefur Jehóva okkur? (b) Hvað sögðu sumir fráhvarfsmenn um syndina og hvers vegna var það rangt?
8 Jóhannes nefnir þessu næst á hvaða grundvelli fáist hreinsun frá syndinni. (Lestu 1. Jóhannesarbréf 1:8-2:2.) Ef við segjum: „Vér höfum ekki synd,“ þá afneitum við þeirri staðreynd að allir ófullkomnir menn eru syndugir og „sannleikurinn er ekki í oss.“ (Rómverjabréfið 5:12) En Guð er „trúr“ og fyrirgefur okkur „ef vér játum syndir vorar“ fyrir honum með iðrunarhug sem kemur okkur til að snúa baki við allri rangsleitni. (Orðskviðirnir 28:13) Guð sagði um þá sem fengju aðild að nýja sáttmálanum: „Ég mun . . . ekki framar minnast syndar þeirra.“ (Jeremía 31:31-34; Hebreabréfið 8:7-12) Þetta loforð heldur hann þegar hann fyrirgefur þeim.
-
-
Haldið áfram að ganga í ljósi GuðsVarðturninn – 1987 | 1. febrúar
-
-
10. Á hvaða veg er fórn Jesú „friðþæging“?
10 Jóhannes skrifar „þetta“ um synd, fyrirgefningu og hreinsun til að við iðkum ekki synd. Orð hans ættu að fá okkur til að leggja mikið kapp á að syndga ekki. (1. Korintubréf 15:34) En ef við samt sem áður syndgum og iðrar þess höfum við „árnaðarmann hjá föðurnum, Jesú Krist, hinn réttláta“ sem talar máli okkar við Guð. (Hebreabréfið 7:26; samanber Jóhannes 17:9, 15, 20.) Jesús er „friðþæging.“ Dauði hans fullnægði réttlætinu og gerði Guði mögulegt að sýna miskunn og sýkna bæði andlega Ísraelsmenn og ‚allan heiminn,‘ þeirra á meðal ‚múginn mikla,‘ af ákæru um synd. (Rómverjabréfið 6:23; Galatabréfið 6:16; Opinberunarbókin 7:4-14) Við metum þessa fórn afar mikils!
-