-
Friðarhöfðinginn stendur frammi fyrir HarmagedónÖryggi um allan heim undir stjórn Friðarhöfðingjans
-
-
Þjóðum safnað til Harmagedón
15. (a) Hvers konar staður er þá Harmagedón? (b) Hvaðan er kominn hinn óhreini áróður sem safnar öllum þjóðum til stríðsins við Harmagedón?
15 Megiddó var sem sagt staður þar sem úrslitaorustur voru háðar. Harmagedón hlýtur því að vera sá orustuvöllur sem allar veraldlegar nútímaþjóðir þramma fram á, hvattar fram af þeim öflum er Opinberunarbókin 16:13, 14 lýsir. Þessir „djöfla andar“ eða „orð innblásin af illum öndum“ (NW) er sá áróður sem nú er kvakaður, óhreinn eins og hinn biblíulega óhreini froskur. Ein af uppsprettum þessa óhreina áróðurs er „mikill dreki rauður“ sem Opinberunarbókin 12:1-9 segir vera Satan djöfulinn.
-
-
Friðarhöfðinginn stendur frammi fyrir HarmagedónÖryggi um allan heim undir stjórn Friðarhöfðingjans
-
-
17. Við hvað er áróðri „dýrsins“ líkt og hvaða áhrif hefur hann?
17 Slíkt stjórnmálaheimskerfi hefur sinn sérkennandi áróður. Og ‚froskakvak‘ hans er innblásinn áróður sem, ásamt innblásnum orðum ‚drekans,‘ þjónar því hlutverki að safna saman ‚konungum‘ eða valdhöfum alls heimsins til „stríðsins á hinum mikla degi Guðs hins alvalda“ sem verður háð við Harmagedón.
18. (a) Hvað táknar nafnið Harmagedón? (b) Hvað er fólgið í því að Harmagedón skuli vera fjall?
18 Harmagedón merkir því ástand í heiminum sem felur í sér úrslitastríð. Það táknar það lokastig heimsmálanna þegar pólitískir valdhafar snúast sem einn maður gegn vilja Guðs, þannig að Guð þarf að grípa fram fyrir hendurnar á þeim til að tryggja framgang vilja síns. Framtíðin ræðst því af úrslitum þeirra átaka. Við staðinn Megiddó stóð ekkert fjall. Fjall táknar hins vegar áberandi vettvang sem allar hersveitirnar, er þangað söfnuðust, kæmu auðveldlega auga á úr fjarska.
19, 20. Hvernig er hernaðaráætlun foringjans fyrir himneskum hersveitum Jehóva og hverju mun hún skila?
19 Jesús Kristur, yfirhershöfðingi herja Jehóva, hefur um nokkurt árabil fylgst með valdhöfum veraldar og hersveitum þeirra safnast til Harmagedón. Hann hefur þó ekki reynt að króa af einhvern sérstakan konung og hans her til að ráða niðurlögum hans út af fyrir sig, og losa sig þannig við óvinina einn af öðrum. Þess í stað gefur hann þeim nægan tíma til að draga saman í eitt alla sína heri svo að úr verði sem öflugust sveit. Hin hugdjarfa ætlun hans er að ganga fram í bardaga við þá alla í einu!
-