-
Biblían veitir vonVon um bjarta framtíð – biblíunámskeið
-
-
2. Hvernig lýsir Biblían framtíðinni?
Biblían lýsir framtíðinni svona: „Dauðinn verður ekki til framar. Engin sorg, angistaróp né kvöl verður heldur til.“ (Lestu Opinberunarbókina 21:4.) Þau vandamál sem fylla fólk vonleysi nú á dögum verða ekki lengur til – eins og fátækt, óréttlæti, veikindi og dauði. Biblían lofar að fólk fái að njóta lífsins að eilífu í paradís á jörð.
-
-
Hvers vegna eru til illska og þjáningar?Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
-
-
7. Guð ætlar að binda enda á allar þjáningar manna
Lesið Jesaja 65:17 og Opinberunarbókina 21:3, 4 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Hvers vegna er hughreystandi að vita að Jehóva ætlar að gera að engu áhrif alls þess slæma sem menn hafa þurft að þola?
Vissir þú?
Satan rægði Jehóva með fyrstu lyginni. Hann skaðaði orðspor Jehóva sem sanngjarns og kærleiksríks stjórnanda. Jehóva upphefur sjálfan sig í náinni framtíð þegar hann afmáir þjáningar manna. Hann mun með öðrum orðum sanna að stjórn hans sé sú besta. Að hreinsa nafn Jehóva er eitt mikilvægasta mál í heimi. – Matteus 6:9, 10.
-