Ungt fólk spyr
Mun kynlíf styrkja sambandið?
Heiða hefur verið með Magnúsi í aðeins tvo mánuði en henni finnst hún hafi þekkt hann alla ævi. Þau eru stöðugt að senda hvort öðru SMS-skilaboð og tala klukkustundum saman í síma. Þau enda jafnvel setningar hvort annars! En nú, þegar þau sitja saman í bílnum í tunglskininu, vill Magnús eitthvað annað og meira en bara samræður.
Í þessa tvo mánuði, sem Magnús og Heiða hafa verið saman, hafa þau ekki gert neitt meira en að haldast í hendur og kyssast smávegis. Heiða vill ekki ganga lengra en hún vill heldur ekki missa Magnús. Henni finnst hún vera svo falleg, svo sérstök þegar hún er með honum. Hún hugsar með sér: „Þar að auki erum við Magnús ástfangin . . . er það ekki?“
ÞÚ GETUR örugglega gert þér í hugarlund hvert stefnir. En þú gerir þér kannski ekki grein fyrir hversu mikil áhrif kynlíf myndi hafa á samband Magnúsar og Heiðu — og ekki til hins betra. Hugleiddu þetta:
Ef þú býður náttúrulögmálunum birginn, eins og til dæmis þyngdarlögmálinu, færðu að kenna á afleiðingunum. Það sama á við um siðferðislögin, eins og til dæmis þetta: „Haldið ykkur frá óskírlífi.“a (1. Þessaloníkubréf 4:3) Hverjar eru afleiðingarnar af því að óhlýðnast þessum fyrirmælum? Í Biblíunni segir: „Saurlífismaðurinn syndgar á móti eigin líkama.“ (1. Korintubréf 6:18) Hvernig þá? Athugaðu hvort þú getir skráð hér fyrir neðan þrjár skaðlegar afleiðingar þess að lifa kynlífi fyrir hjónaband.
1. ․․․․․
2. ․․․․․
3. ․․․․․
Líttu nú aftur á það sem þú skrifaðir. Nefndir þú kynsjúkdóma, óæskilega þungun eða vanþóknun Jehóva? Þetta eru vissulega alvarlegar afleiðingar þess að brjóta siðferðislög Guðs með því að stunda saurlifnað.
Það gæti samt verið freistandi. Þú hugsar kannski: „Það kemur ekkert fyrir mig.“ Stunda ekki allir kynlíf? Jafnaldrar þínir í skólanum stæra sig af kynlífsreynslu sinni og það lítur ekki út fyrir að þeim líði neitt illa. Þú heldur kannski, eins og Heiða sem minnst var á í byrjun greinarinnar, að þú og kærastinn bindist nánari böndum ef þið farið að lifa kynlífi. Hver vill þar að auki láta gera grín að sér fyrir að vera skírlífur? Er ekki bara betra að gefa eftir?
Staldraðu nú aðeins við! Fyrir það fyrsta stunda ekki allir kynlíf. Að vísu hefurðu sennilega rekið augun í tölfræðilegar upplýsingar sem gefa til kynna að ógnvænlegur fjöldi unglinga stundi kynlíf. Til dæmis sýndi rannsókn, sem gerð var í Bandaríkjunum, að 2 af hverjum 3 unglingum, sem hafa nýlokið almennum framhaldsskóla, stundi kynlíf. En það þýðir líka að 1 af hverjum 3 — sem er umtalsverður fjöldi — stundi ekki kynlíf. En lítum nánar á fyrrnefnda hópinn. Rannsóknir hafa leitt í ljós að margir unglingar, sem stunda kynlíf, vakna upp við vondan draum og upplifa eitthvað af eftirfarandi:
EFTIRSJÁ. Flestir unglingar, sem hafa kynmök fyrir hjónaband, segjast sjá eftir því.
VANTRAUST. Eftir kynmök kviknar oft þessu spurning: „Hefur hann/hún sofið hjá öðrum?“
ÓTRYGGÐ. Ef strákur og stelpa hafa kynmök er líklegra að strákurinn endi sambandið og snúi sér að einhverri annarri.
VONBRIGÐI. Í rauninni vill stúlka frekar einhvern sem verndar hana en einhvern sem notar hana.
Hugleiddu auk þess eftirfarandi: Margir strákar segja að þeir myndu aldrei giftast stelpu sem þeir hafa átt kynmök við. Hvers vegna? Vegna þess að þeir vilja frekar stúlku sem er siðprúð!
Ertu hissa — eða fyllistu reiði? Hvort sem þú ert stelpa eða strákur skaltu ekki gleyma því að afleiðingar kynlífs fyrir hjónaband eru allt aðrar í raunveruleikanum heldur en gefið er í skyn í kvikmyndum og sjónvarpi. Skemmtanaiðnaðurinn sveipar kynlíf unglinga ævintýraljóma og telur fólki trú um að það sé sönn ást. En láttu ekki blekkjast. Þeir sem reyna að fá þig til að stunda kynlíf fyrir hjónaband eru eingöngu að hugsa um eigin þarfir. (1. Korintubréf 13:4, 5) Myndi einhver sem elskar þig í raun og veru stofna líkamlegri og tilfinningalegri velferð þinni í hættu? (Orðskviðirnir 5:3, 4) Og myndi einhver sem væri raunverulega annt um þig reyna að fá þig til að stofna sambandi þínu við Guð í hættu? — Hebreabréfið 13:4.
Raunin er sú að þú fórnar miklum verðmætum ef þú lætur undan þrýstingi til að lifa kynlífi fyrir hjónaband. (Rómverjabréfið 1:24) Það er því engin furða að margir fyllist tómleikatilfinningu og finnist þeir vera einskis virði eftir á, rétt eins og þeir hafi kastað á glæ dýrmætum hluta af sjálfum sér. Láttu það ekki henda þig. Ef einhver reynir að lokka þig til kynlífs með því að segja: „Ef þú elskaðir mig þá myndirðu gera þetta,“ skaltu svara ákveðið: „Ef þú elskaðir mig myndirðu ekki biðja mig um þetta!“
Hafðu alltaf hugfast að líkami þinn er verðmætur. Sýndu að þú hafir nægan siðferðisstyrk til að geta hlýtt fyrirmælum Guðs um að halda þig frá óskírlífi. Ef þú svo giftir þig einhvern tíma geturðu stundað kynlíf og notið þess til fulls, laus við áhyggjur, eftirsjá og óöryggi sem fylgir því að jafnaði að stunda kynlíf fyrir hjónaband. — Orðskviðirnir 7:22, 23; 1. Korintubréf 7:3.
Finna má fleiri greinar úr greinaflokknum „Ungt fólk spyr“ á ensku á vefsíðunni www.watchtower.org/ype
[Neðanmáls]
a Þegar hugtökin „óskírlífi“ eða ,saurlífi‘ eru notuð í Biblíunni eiga þau ekki aðeins við um kynmök ógiftra einstaklinga heldur ná þau líka yfir athafnir eins munn- og endaþarmsmök og það að handleika í kynferðislegum tilgangi kynfæri manneskju sem maður er ekki giftur. Hægt er að fá frekari upplýsingar í bókinni Spurningar unga fólksins — svör sem duga, 2. bindi, bls. 42-47.
TIL UMHUGSUNAR
● Hvers vegna er skaðlegt fyrir þig að hafa kynmök fyrir hjónaband þótt það sé freistandi?
● Hvað ætlarðu að gera ef einhver biður þig um að hafa kynmök við sig?
[Rammi/myndir á bls. 19]
ÞAÐ SEM JAFNALDRARNIR SEGJA
„Jafnvel þótt þú segir nei halda sumir áfram að reyna. Það skiptir máli hvernig þú neitar. Ef þú segir nei en hljómar hikandi er tekið eftir því. Þú verður að vera ákveðin!“
„Bara það að segja nei dugar ekki alltaf. Stundum er jafnvel ekki nóg að útskýra biblíulega afstöðu sína. Ég veit til þess að sumir hafi stært sig af því að hafa getað „sigrað“ kristinn ungling. Stundum verður maður bara að labba í burtu. Það er ekki auðvelt en það virkar.“
„Sem kristinn unglingur hefurðu til að bera eiginleika sem gera þig aðlaðandi í augum annarra. Þú verður því að vera á verði og hafna öllum tilboðum sem eru siðferðilega röng. Virtu þessa eiginleika þína mikils og láttu ekki aðra fá þig til að kasta þeim á glæ.“
[Myndir]
Diana
James
Joshua
[Rammi á bls. 20]
VERTU HETJAN HENNAR!
Ertu í föstu sambandi og er þér innilega annt um kærustuna þína? Sýndu henni þá að þú sért nógu . . .
● sterkur til að hlýða lögum Guðs.
● vitur til að forðast freistandi aðstæður.
● kærleiksríkur til að hugsa um velferð hennar.
Ef þú gerir það er líklegt að stúlkunni þinni muni líða eins og ungu konunni Súlammít sem sagði: „Unnusti minn er minn, og ég er hans.“ (Ljóðaljóðin 2:16, Biblían 1981) Í stuttu máli sagt: Þú verður hetjan hennar!
Sjá Orðskviðina 22:3; 1. Korintubréf 6:18; 13:4-8.
[Rammi á bls. 20]
TILLAGA
Í samskiptum við hitt kynið er gott að fylgja þessari reglu: Ef þú ert að hugsa um gera eitthvað sem þú myndir ekki vilja láta foreldra þína sjá ættirðu að láta það vera.
[Mynd á bls. 20]
Ef þú hefur kynmök fyrir hjónaband ertu að misnota gjöf frá Guði. Það væri eins og að nota fallegt málverk, sem þú hefur fengið að gjöf, fyrir dyramottu.