SÖNGUR 52
Kristin vígsla
1. Guð himininn skapað hefur,
sín handaverk á jörð,
svo hann á öll þau undraverk
og um þau stendur vörð.
Hann einn er uppspretta lífsins
og okkur kennir enn
að verðugur sé hann vegsemdar,
því virði hann allir menn.
2. Í vatni var Jesús skírður
og virti réttlætið.
Í bæn hann Guði gaf það heit
að ganga við hans hlið.
Sem smurður sonur Guðs síðan
upp steig úr Jórdaná.
Af virðingu við sinn föður bað:
„Guð, vilji þinn rætast má.“
3. Þig nálgumst, Jehóva, núna,
þitt nafn við lofum hér.
Í auðmýkt okkur afneitum
og allt við gefum þér.
Þinn góða son okkur gafstu
sem greiddi dýrmætt gjald.
Nú lífið ei lengur eigum sjálf,
þér látum það allt á vald.
(Sjá einnig Matt. 16:24; Mark. 8:34; Lúk. 9:23.)